miðvikudagur, 19. mars 2014

Forsetinn hneigir sig fyrir Pútín

Utanríkismál okkar eru þessi misseri í uppnámi.  Við höfum utanríkisráðherra sem ræður ekki við starf sitt. Og auðséð er að Forsetinn ræður þar meiru en ríkisstjórnin.  Þótt hann feti ekki sómu slóð og ráðherrann í yfirlysingum um Krím.  Þá er hann trúr hugmyndum sínum um aukna samvinnu við einræðisstórveldin.  

Og orðalag hans um aukna samvinnu við Norðurlöndin sem ég hef feitletrað hér að neðan sýna vel hvaðan hugmyndir ríkisstjórnarinnar koma þegar skilja á að fullu og öllu við ESB.  Spurningin er hins vegar hvort þjóðirnar sem búa nær Rússlandi séu tilbúnar að þegja þegar Pútín er búinn að varpa valdasprengju sinni inn í Evrópu, sem veldur líklega mestri ólgu frá því að Sovét leystist upp og Austur Evrópumenn gátu sjálfir tekið völd í sínum löndum í hendurnar. 

Pútín er svo klókur valdamaður að hann sér að hann á leik þegar nágrannaland hansÚkraína á í efnahagslegum og stjórnmálalegum erfiðleikum, svo bætist við upplausn risaveldisins í vestri undri veikri stjórn Obamas.   Þjóðirnar á Norðurhjara sjá auðvitað að þessi innrás Rússlands á Krímskaga þarf í sjálfu sér ekki að vera einstök. Því er spurningin hvort þær treysti sér í nána samvinnu við Pútín sem svífst einskis.  Er hann ekki byrjaður að undirbúa hernaðarvæðingu í norðrinu?   Svo linkindarleg stefna Forsetans er frá mínu sjónarhorni fáranleg, svo er líka spurningin hvað hann á að vera að skipta sér af stjórnmálum.  Í umboði hvers talar hann?  Ekki í mínu.  



Forsetinn vildi ekki ræða stöðuna á Krím


Á ráðstefnuninni í dag voru tíðindi undanfarinna daga á Krímskaga rædd en nokkrir embættismenn gagnrýndu harðlega aðgerðir rússneskra stjórnvalda. Í ræðu sinni sagði Ólafur Ragnar hins vegar að það væri óviðeigandi að nota ráðstefnuna sem vettvang til að fordæma eitt af norðurslóðaríkjunum.
Hann sagði að það þyrfti ekki að taka lengri tíma en eina klukkustund til að grafa undan samstarfinu á norðurslóðum. Mikið væri í húfi og menn þyrftu að vera varkárir áður en þeir fjölluðu um ágreining innan einstakra ríkja.
Forsetinn sagðist jafnframt vera reiðubúinn að ræða ástandið á Krímskaga á öðrum vettvangi, en ekki á þessari ráðstefnu.

Í þessu sambandi væri mikilvægt að varðveita norrænar áherslur um umhverfisvernd, félagsleg réttindi, lýðræðislegar umræður og þátttöku almannasamtaka sem og virðingu fyrir náttúrunni og menningu frumbyggja.
Forseti rakti ýmis dæmi um framlag Norðurlanda á síðustu árum og hvatti til enn nánari samvinnu Norðurlanda um málefni norðurslóða. Það væri í senn skylda okkar og nauðsyn, hinn nýi prófsteinn á gildi norrænnar samvinnu.