mánudagur, 9. desember 2013

Vigdís H.: Maður getur alltaf á sig blómum bætt

Seinustu blóm Vigdísar Hauks, það virðast bara vera fátæklingar hér og í Afríku sem eiga að bera uppi Heilbrigðiskerfið,  Vigdís
passar vel upp á vini sína, þeir eiga að fá að telja sem minnst úr buddunni sinni. Jú, við eigum að finna öll að það sé búið að skipta um ríkisstjórn, þeir best stödd finna seðlabúntin undir koddanum og sofa rótt og þeir verst stöddu standa í Hjálparröðunum og bíða eftir Nauðungarsölunni.  Þannig er Ísland í dag. 

Þessi blóm fengum við í RÚV 2 í morgun:  

„Við vinnum þetta þannig að landsmenn allir finni að það sé búið að skipta um ríkisstjórn. Við tökum við 30 milljarða gati frá síðustu ríkisstjórn. Við ætlum að skila hallalausum fjárlögum upp á 500 milljónir. Þetta er leiðin til þess því skuldasöfnun verður að stöðva og þetta er þáttur í því."   

„Það þarf að finna aukið fé til heilbrigðismála og þetta er sú aðferð sem við ætlum meðal annars að ganga í til þess að forgangsraða í þágu heilbrigðis landsmanna,“ segir Vigdís.
Vigdís var spurð hvort ekki væri verið að höggva þar sem hlífa skyldi, þetta væru þeir sem hefðu minnst á milli handanna og þróunaraðstoð við fátækasta fólk í heimi. „Ég meina það voru kosningar í vor og það er mjög óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn framfylgi stefnu fyrri ríkisstjórnar. Þetta eru ólíkar stefnur sem þessir flokkar standa fyrir. Við vitum það að vinstri menn vilja gjarnan hafa bótakerfið mjög öflugt og svo framvegis.“

Við endum þetta á þessu :  og svo framvegis, endalaust og svo framvegis.  Ég meina það.