laugardagur, 26. apríl 2014

Guðni: Gerendur og þolendur

Týpískt fyrir íslensku þjóðina að gera Guðna að fórnarlambi.  Fórnarlambi hvurs eigin skrifa, eigin orða, eigin þátttöku í einkavæðingu og spillingu sem var undanfari hrunsins!!!?

Nú eiga þeir sem minnast á hann að fyllast samviskubiti.  Nú má líklega enginn minnast á hann án þess að vera gerandinn í einelti.  Og Guðni þolandinn, Karlinn sem reitti af sér vafasama brandara um samstarfsfólk sitt, sem er ekki allur sem hann er séður.  

Jamm, í lífi okkar þjóðar verður allt öfugt um þessar mundir, allt á hvolfi.  Svo öfugmælavísur eiga vel við: 

Séð hef ég hvalinn sitja á stól,selinn strokka og renna,skötuna ganga á grænum kjól,gráan hest með penna.


Og framsóknardjókur (á góðri íslensku) :

Svo er sagt að Jónas Jónsson frá Hriflu hafi eitt sinn komið að máli við sýslumann ágætan og mælst til þess að hann gengi í Framsóknarflokkinn. Sýslumaður tók því dauflega. "Ertu þá í Íhaldsflokknum?" spurði Jónas. "Nei," sagði sýslumaður, "ég er utan flokka og ætla mér að vera það." Jónas hugsaði sig um andartak, en sagði svo af þjóðkunnri orðheppni: "Þetta er nú eins og að hafa tvo góða stóla og setjast á gólfið."

Þessi vísa á vel við um þessar mundir: 

Í eld er best að ausa snjó,
eykst hans log við þetta.
Gott er að hafa gler í skó
þá gengið er í kletta.