þriðjudagur, 4. júní 2013

Strámenn allra landa sameinist!!!

Það er skemmtilegt þegar orð sem hafa ekki verið áberandi og mikið notuð verða allt í einu tískuorð í málinu.  Allt í einu er orð vikunnar STRÁMAÐUR .......  og ástæðan skot Sigmundar Davíðs, hins ástsæla forsætisráðherra okkar,  á andstæðinga sína sem hann heldur fram að séu að snúa út og skrumskæla stefna Framsóknar og ríkisstjórnarinnar: 

Ein slík brella er sú að reyna að endurskilgreina stefnu andstæðingsins og ráðast svo ekki á hina raunverulegu stefnu heldur eigin tilbúning. Þessi aðferð er svo þekkt og svo gömul að hún er á öllum listum yfir rökvillur og hefur sérstakt nafn, þetta er svo kölluð „strámanns-aðferð“. Þar sem búinn er til gerviandstæðingur og svo ráðist á hann, enda strámaðurinn auðveldari viðureignar en hinn raunverulegi andstæðingur.

Þegar ég fór að gúggla og skoða notkun þessa orðs þá kom ýmislegt skemmtilegt í ljós.  Þetta orð sem er komið úr ensku:  Straw man is a rhetorical technique (also classified as a logical fallacy) based on misrepresentation of an opponent's position. En orðið getur líka verið notað í öðru samhengi: 

Straw man may also refer to:

Þetta er nú ekki alveg splunkunýtt í íslenskri tungu því dæmi eru um notkun þessa orðs. Yfir leppa, íslenska menn sem voru skráðir eigendur fiskiskipa í kringum aldamótin 1900 fyrir erlend fyrirtæki.  Orðabók Háskólans gefur tvö dæmi: 

NrDæmiOrðmyndHeimild
1að klekkja dálítið á þeim, er veiða hjer ólöglega eða hjálpa útlendingum til slíks sem strámenn.strámennAlþt   1907, 943
Aldur: 20f
2er því ekki annar kostur fyrir útlenda síldveiðamenn en að taka sjer búsetu hjer í landi, eða þá fá sjer innlenda strámenn.strámennAlþt   1907, 948
Aldur: 20f

(http://www2.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=459755&s=574557&l=str%E1ma%F0ur&m=str%E1me)

og 


Flest þessi norsku nótafjelög veiða
heimildarlaust í landhelgi hjer, eru ekki
búseít hjer, og hafa pví ekki innlendan
borgararjett. En pað er lýðum ljóst, og
óparfi að skýla pví, að flestir pessara Norðmanna
hafa „leppa" („strámenn"), og eru
suniir peirra eignalausir menn. Til dæmis
liggur bjer stórt eimskip, „St. Olaf", sem
kvað hafa 5 „nótabrúk". Eigandi (strámaður)
útgerðarinnar er íslendingur, sem talinn
ereignalans, svo fátækur, að hann verður
að hverfa heim til átthaga sinna til að
stunda par bamakennslu,
Stefnir 34. tbl. 1902


En eftir að farið var að nota það í rökfærslukarpi  þá eru til ansi skemmtileg dæmi og töluverð notkun:En orðið virðist samt hafa komist í almenna notkun á netinu seinasta áratuginn, sérstaklega í umræðu um trúmál, deilur vantrúaðra og trúaðra.  Tæplega 2200 notkanir eru skráð í Gúgglið.    

Er það Straw Man? Ef svo er, þá má setja það í sviga fyrir aftan. — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 
 Hún er ekki endilega strámannsrök miðað við lýsinguna sem gefin er í greininni. Strámaður er þegar maður „hrekur“ eða andmælir veikari útgáfu af rökum andstæðingsins en hann heldur fram (eða gæti haldið fram). En það er ekki það sem er á seyði í dæminu sem er gefið; dæmið sem gefið er í greininni er meira í ætt við persónuárásarvillu. Aftur á móti getur vel verið að strámannsrök hafi einhvern tímann verið nefnd brunnmígsrök á íslensku. --Cessator 27. janúar 2010 kl. 22:20 

(http://is.wikipedia.org/wiki/Spjall:Rökvilla)

Hér skemmtilegt dæmi um trúarumræðu milli vantrúaðra og kristinna þar sem strámannsrök eru notuð og útskýrð:


Um rökvilluna strámann og óheiðarleikann sem felst í að nota hana

Hér kemur langur þráhyggjukenndur póstur fyrir þau ykkar sem hafið gaman af slíku.
Strámaður er rökvilla sem felst í að gera andstæðingi í rökræðum upp afstöðu sem hann hefur ekki, en svipar til afstöðu hans, og færa síðan rök gegn þeirri afstöðu í stað þess að færa rök gegn raunverulegri afstöðu andstæðingsins.
Dæmi gæti verið eitthvað á þessa leið:
Siggi segir Jónu að epli séu óholl og bendir á rannsókn á eplum sem bendir til þess.
Jóna segir þá að það sé fáránlegt að halda því fram að allir ávextir séu óhollir og kemur með mikið magn gagna sem benda til þess að appelsínur og bananar séu hollir ávextir.
Þetta gæti verið misskilningur hjá Jónu, svo Siggi segir henni að hann hafi nú bara verið að tala um epli, ekki alla aðra ávexti.
Jóna horfir þá á hann og endurtekur að hann fari með fleipur því ávextir séu hollir og það hafi hún sannað með gögnum sínum.
Siggi segir þá að þetta sé misskilningur, hann viti vel að bananar séu hollir, en epli séu það ekki, hann sé að tala um einn ávöxt innan hóps ávaxta, ekki alla ávexti.
Ef Jóna er sæmileg heil á geðsmunum á henni að vera ljóst að svarið hennar hefur ekkert með fullyrðingu Sigga að gera og haldi hún samt áfram að svara á sama veg má álykta að það sé af því að hún vilji af einhverjum ástæðum ekki svara Sigga heiðarlega, heldur kjósi þess í stað að halda áfram að snúa út úr; notast við strámann.

Svona aðferðafræði í samskiptum þykir mér mjög áhugavert að sjá menn nota, því hún þykir mér jafnan benda til þess að þeir sem þetta gera standi illa að vígi við að verja hugmyndir sínar, hvort sem það er af því að hugmyndir þeirra eru rangar og þeir vita það innst inni, eða þeir ekki nógu fróðir um málefnið til að verja það sómasamlega.

En orðið virðist samt hafa komist í almenna notkun á netinu seinasta áratuginn, sérstaklega í umræðu um trúmál.  Tæplega 2200 notkanir eru skráðar í Gúgglið.  Ansi góðar greinar til , ein hafði sérstaklega mikil áhrif grein Finns Vilhjálmssonar þar sem hann gagnrýnir Styrmi ritstjóra Morgunblaðsins fyrir strámannavinnubrögð:

Enda þótt ég sé ekki sérfræðingur um efnið tel ég óhjákvæmilegt í upphafi að gera með mínu nefi nokkra grein fyrir hugtakinu strámanni. Strámaður er fyrirbæri sem þekkt er úr rök- eða mælskulist (ég nota hér orðið list lauslega). Í stað þess að ræða málefnalega og í góðri trú um efni málsins beita menn þeirri brellu að búa til annað umræðuefni – strámann – og reyna að setja hann í staðinn. Hráefni strámannsins getur verið fjölbreytt og verður best skilgreint neikvætt: allt annað en raunverulegt efni og kjarni málsins. Ástæða þessa er vitaskuld sú að menn vita að þeir hafa slæman málstað að verja og vilja að eitthvað annað og viðráðanlegra komi þar í staðinn, helst af öllu þeim í hag.

http://finnurvilhjalmsson.blogspot.com/2008/01/styrmir-br-til-strmann.html

Kunnur bloggari vísar í þessa grein 3 árum seinna, Gísli Ásgeirsson : 

Strámenn Íslands

18.9.2011
Sumt þarf að rifja upp reglulega til að það gleymist ekki. Þetta á við um grundvallarhugtök eins og jafnrétti, frelsi, bræðralag, sósíalisma, femínisma og málefnalega umræðu. Þegar rökin þrýtur er gripið til útúrsnúninga og strámanna. Síðastnefnda fyrirbærið hefur verið mikið á ferðinni undanfarnar vikur hjá ákveðnum hópi rökþrota dæmaleysingja.


Og um helgina, var strámannahugtakið orðið vinsælt umræðuefnið hér í dægurpólítík.  Svona er lífið, lesendur góðir, orð koma og fara.  Endurlífgast og fá nýtt blómaskeið.  Eflaust verður eitthvað nýtt í næstu törn. Hver veit?