Fyrir nokkrum mánuðum heyrði ég menntamálaráðherra tjá sig um framhaldsskólann og þróun hans, aðalatriðin í þeim skoðunum voru þessi:
Námi í framhaldsskóla á Íslandi á að vera lokið á 3 árum
Við eigum að líta til nágrannaþjóða okkar þar sem þetta er gert
Framhaldsskólakennarar eiga að fá betri kjör en það gerist bara ef skólinn er styttur í 3 ár
Íslenskir nemendur standa sig ekki nógu vel í samanburði við aðrar þjóðir
Svo var hann í hádegisútvarpinu í dag og enn segir hann nákvæmlega það sama og fyrir 8-9 mánuðum síðar:
„Við erum eina landið innan OECD þar sem að það tkeur 14 ár að undirbúa fólk að far í háskólanám. Öll önnur lönd hafa annaðhvort 12 eða 13 ár. En það sem meira er," sagði Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Við erum sennilega það land sem kemur einna verst út þegar horft er til þess hversu stór hluti nemendanna klárar nám á tilsettum tíma. Þaannig að að það er alveg augljóst að það er eitthvað að í okkar framhaldsskólakerfi. Og eitt af því sem er augljóst, er að það þarf að stytta framhaldsskólann til þess m.a. að draga úr brottfallinu."
Það sem er svo merkilegt er að nú er hann búinn að koma upp stífri kjaradeilu, sem hann hefði getað leyst á auðveldan hátt. Það er hann, ráðherrann sem á að ráða, hans hugmyndir. En það eru svo margir sem eru svo sammála honum, bara ef hann setur ekki allt í hnút.
Tökum nokkrar hugleiðingar mínar:
Stór hópur nemenda getur og á að klára frhsk.nám á 3 árum. Það þarf ekki að breyta kerfinu mikið til þess. Sbr. hugmyndir Sölva Sveinssonar um nýtingu prófmánaða.
Stór hópur nemenda getur ekki lokið námi á 3 árum, því er hið sveigjanlega kerfi hér á landi gott til þess að gera þeim það mögulegt. Við sem höfum kennt á þessu skólastigi vitum það.
Nemendur á Norðurlöndum fá styrk fyrir helstu nauðsynjum á skólatíma, þess vegna er vinna á skólatíma eins ekki mikil þar. Þó er hún töluverð.
Íslendski skólinn er allt of stéttskiptur, það eru allt of margir sem eiga erfitt meða að stunda nám vegna fátækntar fjölskyldn þeirra.
Nemendur á Norðurlöndum eyða oft 1-3 árum eftir stúdentspróf að bæta við nám sitt til að komast í Háskóladeild að eigin vali.
Ef framhaldsskólinn eru eins dapur og ráðherra segir hér að ofan þá er það furðulegt hversu þessi hópur stendur sig vel í Háskólanámi hér og erlendis.
Það þarf fjölbreyttar aðgerðir til þess að stytta skólatíma, minnka brottfall, skapa námsgleði. Það gerir maður ekki með þvingunarðgerðum. Það gerir maðurmeð samvinnu við alla aðila kerfisins, finnum aðgerðir sem gleðja.
Því skora ég á ráðherrann að semja kjaralega við kennara, leiðrétta hlut þeirra á ákveðnum tíma, Stofna starfshóp með þátttöku allra aðila og breyta kerfinu til góðs, þar sem ánægja og sáttfýsi ríkir, tekið er tillit til allra nemenda .
Einræður skapa ekki sátt.