fimmtudagur, 10. október 2013

Lífið er ópera, eða ekki!!!!

Það er mikið að gerast í menningarlífinu.  Alice Munro, Kanadakonan, meistari smásögunnar fær bókmenntaverðlaun Nóbels.   Ég hef aldrei verið duglegur í smásögum þarf að taka mér tak þar.  Svo það er best að draga fram Munro. Svo væri ekki úr vegi að minnast á tvo gleymda landa sem voru ansi góðir á þessu sviði, Þóri Bergsson og Halldór Stefánsson, þá las ég forðum.   

Óperan blómstrar sem aldrei fyrr í vetur, það eru afmæli tveggja
stórmeistara, Verdis og Wagners.  Mikið um útgáfur stórsöngvarar gefa út lagadiska, ansi fína, Þrír hafa komist til mín, Placido Domingo, Verdi, þar sem hann syngur með baryton rödd sinni nýju.  Jonas Kaufmann, The Verdi album, Íslandsvinurinn góði, með mörg hittin, La Donna e mobile og Celeste Aida og svo framvegis. Ekki má gleyma Wagner diskinum hans frá því í fyrra, frábær!!! Og rússneska valkyrjan, Anna Netrebko, Verdi, heitir þessi líka.  Kraftur eins og í túrbínu.   Mæli með öllum þessum. Gott að láta drynja í húsinu. Ég veit ekki hvað nágrannarnir hugsa.....

Svo er Carmen að koma í Óperuna, það er spennandi, og Metropolitan byrjað í bíó.  Það ku vera algjör draumur.  

Já, lífið er Ópera.  Ég veit ekki hjá Bjarna Ben, þar er teorían sem ræður ríkjum, skattar eru ekki af hinu góða,  betra að skera, skera af menningu, skera af fræðslumálum, skera af félagskerfinu, skattalækkanir eru nauðsyn, sérstaklega fyrir þá sem hafa hæstu tekjur. Nýfrjálshyggjan ræður ríkjum.    

Nei, lífið er ekki Ópera hjá sumum.      

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/10/10/bjarni-ekki-horfid-fra-skattalaekkunum-til-ad-auka-fjarveitingar-til-landspitalans/