sunnudagur, 9. júní 2013

Moldvörpur fortíðar: Ég er kjaftstopp

Það er merkilegt að sjá moldvörpur fortíðarinnar skríða úr holum sínum.  Þegar íhaldsliðið hefur tekið völdin. Ótal dæmi höfum við um þessar mundir.  Það er minnst einn á hverjum degi sem kemur með yfirlýsingar sem gera mann alveg kjaftstopp.   Og þarf mikið til. 

Forsætisráðherrrann úthlutaði í gær forsetanum fullveldismálum þjóðarinnar.  Og atvinnumálaráðherrann ætlar að leggja niður umhverfisráðuneytið svona einn tveir og þrír.
  Við erum að skoða hvernig við getum samþætt þetta. Það er mjög mikilvægt að umhverfismálin séu ekki andstæða atvinnumálanna heldur sé hver ákvörðun um framkvæmd, þá séu menn fullkomlega meðvitaðir um umhverfisþáttinn,“ sagði Sigurður Ingi.

 Já, lesendur góðir:  Það á ekkert að trufla atvninnulífið í eyðingu nátúrunnar. 

 Eini ráðherrann sem eitthvað heyrist viturlegt frá er Eygló Harðardóttir sem virðist vera tillaga sem gott er að velta fyrir sér.   

Eygló skrifar um málið á heimasíðu sinni. Þar segir hún að peningana megi nota til að fjármagna fyrirhuguðu útgjöld og skattalækkanir ríkisstjórnarinnar. 

Þá geti skatturinn einnig virkað hvetjandi á slitastjórnir föllnu bankanna til að ljúka slitum og segja skilið við ofurlaun sín - eins og segir á heimasíðu ráðherra.  


Það hefur ansi mikið vantað upp á að lækkanir á tekjum ríkisins fylgi eitthvað til að koma í staðinn.  Svo Eygló fær prik en aðrir ekki. Ef skattalækkanirnar verði ekki eins og áður hjá Sjálfstæðismönnum eingöngu fyrir auðmenn. 

Já, auðmenn, einn af þeim skrifar dásamlega grein sem birtist samdægurs í Mogga og Fréttablaði.  Við þurfum svo sannarleg að vita þegar auðsafnarinn Helgi Magnússon hellir yfir okkur visku sinni. Þar er hvert gullkornið á fætur öðru sem gleður huga okkar ræflanna, smásvívirðingar yfir fyrrverandi forsæitsráðherra og verk hennar í 4 ár og svo koma vitsmunamolarnir flæðandi úr penna mannsins sem gapti af hrifningu yfir stjórn og fjármálastefnu Pútins forseta í Rússía: 

Þetta „góða bú“ sem Jóhanna talaði um var hálfgert þrotabú sem varð til af mannavöldum vegna rangrar efnahagsstefnu stjórnvalda. Steingrímur Sigfússon heldur því enn þá fram að í útlöndum fái efnahagsstefna hans og Jóhönnu háa einkunn, þó svo landsmenn hafi gefið þeim falleinkunn í síðustu kosningum. 

Sagan mun dæma verk síðustu ríkisstjórnar. Ljóst er að fyrrverandi ráðherrar kvíða þeim dómi og er það að vonum. Þeir og ýmsir fallnir og fyrrverandi þingmenn hafa hamast við að reyna að fegra myndina. En það mun engu breyta. Staðreyndir tala sínu máli.

Fyrir liggur að hagvöxtur í landinu er alltof lágur og minni en haldið hefur verið fram. Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki þegar litið er yfir 70 ára tímabil. Atvinnuleysi er enn þá þannig að Íslendingar eiga ekki að venjast slíku og sætta sig ekki við það þó svo aðrar þjóðir hafi mátt búa við mikið atvinnuleysi í gegnum tíðina. Það leysir ekki neinn vanda fyrir okkur. Skattpíningarstefna vinstri stjórnarinnar hefur dregið mátt úr fólki og fyrirtækjum. Af þeirri leið verður að snúa eins hratt og kostur er. Við höfum misst þúsundir Íslendinga úr landi vegna þess að fólk fékk ekki viðfangsefni við hæfi og skorti trú á framhaldið. Það verður að skapa þau skilyrði að fólkið snúi til baka. Fyrri stjórn stóð í illdeilum við heilar atvinnugreinar og hamlaði uppbyggingu í sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði. Þeirri þróun verður að snúa við þegar í stað.

Það þarf að endurreisa tiltrú á okkur sem þjóð erlendis. Það þarf að endurreisa trú fólks á framtíð þjóðarinnar enda eru tækifærin næg. Það þarf að endurreisa framkvæmdavilja fólks og fyrirtækja.

Þessi karl þarf ekki að sanna sínar staðreyndir um fjármál og stöðu okkar.  Það nægir að segja að þjóðin hafi sagt sitt.  Sem er alveg rétt, það er hægt að afvegaleiða heila þjóð með áróðri og fréttaflutningi fjölmiðla í eigu auðmanna.  Kannski á Helgi nokkur hlutabréf þar.  

Hvað segir Hagstofa Íslands um stöðuna í efnahagsmálum hjá okkur og í ríkjum sem við höfum mest samskipti við?  Eru ekki allir að fjárfesta, er ekki rjúkandi gróði hjá álfyrirtækjum og sjávarútvegsfyrirtækjum út um allan heim.  Hvað segja splunkunýjar tölur frá Hagstofu Íslands? 


östudagur 7. júní 2013


Nr. 112/2013

Landsframleiðsla á 1. ársfjórðungi 2013 jókst

 um 0,8% borið saman við 1. ársfjórðung 2012. 

Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld, sem 

endurspegla innlenda eftirspurn, saman um 4%.

 Einkaneysla jókst um 0,8% og samneysla um 

0,9% en fjárfesting dróst saman um 19,9%. 

Útflutningur jókst um 2,3% á sama tíma og innflutningur dróst saman um 6,3%.

Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst um 4,6% að raungildi milli 4. ársfjórðungs 2012 og 1. ársfjórðungs 2013. Þar af mældist 4% aukning í þjóðarútgjöldum, sem skýrist að mestu af mikilli aukningu birgða á 1. ársfjórðungi. 

Og samanburður við önnur lönd sýnir að í okkar heimshluta og viðskiptalöndum er enn kreppa og við stöndum okkur ansi vel í samanburði við þau:  

Hagvöxtur milli samliggjandi ársfjórðunga í helstu viðskiptalöndum Íslands var mestur á 1. ársfjórðungi í Japan 0,9%. Í Bandaríkjunum og Svíþjóð var hagvöxtur
0,6%, Bretlandi 0,3% og Danmörku 0,2%. Aftur á móti var samdráttur í Noregi og
Frakklandi 0,2%.

Svo að gorgeir þeirra sem halda að það verði einhver dans á rósum hjá hinni nýju stjórn sem í minnsta falli hroki ef ekki eitthvað verra, heimska.  Ef menn vilja kynna  sér meira þá er upplýsingabanki OECD tilvalinn til þess.  En eflaust er það allt lygi eins og Hagstofan líka. 

Og eflaust gleðjast auðmenn yfir því að hafa blekkt þjóðina og bíða spenntir eftir skattalækkunum og öðrum ívilnunum sem stjórnin hefur lofað.  

Sjáum hvað setur. 




http://visir.is/endurreisnarstjornin-er-komin-a-slysstad/article/2013706089987