sunnudagur, 17. september 2017

Enn einn heimsfrægur forsætisráðherra

Við erum bezt enn sannast það. Forarpyttur! Það erum við. Forareðja.  En ..... munum hið fornkveðna, skilum skömminni þar sem hún á heima, fyrst og fremst hjá xD, svo hjá xB.

Af hverju þeir og ekki hinir? Þeir sköpuðu kerfi og andblæ spillingar. Einkavæðing banka, gjöf ríkisfyrirtækja. Allt var leyfilegt, er leyfilegt, koma fé undan skatti, Tortólaævintýrið varð til, allir aðrir feluleikir. Sigmundur Davíð varð heimsfrægastur allra. Nú tekur Bjarni við.

Kannski hefur þetta alltaf verið svona, þeir ríku, auðugu hafa alltaf litið á að allt væri leyfilegt. Ég á það ég má það. Síðan breiðist þetta yfir á aðra þætti samskipta og mannlífs.  Mér verður hugsað til kvikmyndar  hins nýlátna sænska meistara Hans Alfredsons ; Den enfaldige mördaren, þar sem Hasse lék óðals eigandann og skepnuna sem gerði allt sem honum sýndist í valdi þjóðfélagsstöðu sinnar. Þar til sá veikasti, sá aumasti, tók til sinna ráða. Skilaði skömminni. 

Gleymum ekki fórnarlömbunum þau eru víða, oftast hafa þau engan að halla sér upp að, engan   Trúnaðarmann. Nú er það okkar að segja :Nú er komið nóg.  Ef ekki.....