Það er mikið rætt um svikara í fjölmiðlum. Það orð er ekki endilega notað um þá alla. Einn er þó kallaður stórsvikari. Sem hefur haft einstakt lag á að koma sér inn á einstaklinga og vinda fjármuni þeirra út úr þeim þar til enginn dropi var eftir. Sjúklingar, gamalmenni, fólk úr ýmsum stéttum.
Svo eru þeir sem tókst jafnvel að vinda fjármuni úr heilli þjóð og bankakerfi. Þeir eru ekki kallaðir svindlarar þótt þeir séu auðvitað stjórsvindlarar, stórglæpamenn. Þeir mæta glaðbeittir fyrir rétti, sumir með hrokasvip aðrir ekki. Þeir hafa tekið sér bólfestu erlendis og síðan ýta þeir seðlum sínum hægt og sígandi inn í samfélagið okkar. Það er margt á góðu verði um þessar mundir. Þeir virðast vera á því að þeir hafi ekkert gert. Voru eingöngu að bjarga þjóðinni, að koma okkur á spjöld sögunnar og tókst það. Sumir valdsmenn sem einu sinnu voru harðir andstæðingar þessara manna núna mega ekkert misjafnt heyra um þá. Þetta eru nær allt karlar. Ætli konur séu ekki jafn duglegar að svindla? Ætli það sé þess vegan sem þær eiga ekki að hafa jafnan rétt til setu í æðstu stjórnum lífeyrissjóða????
Já, þetta eru ófá mál sem liggja nú fyrir. Allir eru saklausir, Milestone, Kaupþing, Glitnir, Landsbanki, KPMG. Þetta eru allt góðborgarar og maður kallar þá ekki svikarar eða skúrka. Þeir voru sumir í nánu sambandi við ráðherra í núverandi ríkisstjórn. Því eigum við öll að gleyma. Þetta eru ekki brennuvargar þetta eru Góðborgarar. Ef einhver segir eitthvað þá er lögfræðingakórinn til staðar eins og í grískum harmleik eða gamanleik. Og þegar upp er staðið eru dómarnir haldlitlir, oft minni en smákrimmi fær fyrir að ræna sjoppur þrisvar eða fjórum sinnum. Enda eigum við að gleyma þessu.
Ætli við séum ekki búin að því? Ég man alla vegana fátt. Enda gamall eins og á hærum má sjá.
miðvikudagur, 4. september 2013
Bob Dylan: Játningar tónlistarfíkils
Hjá mér er hátíð þegar nýr diskur meistara Dylans lítur dagsins ljós. Nýr diskur með gamalli og þó síungri tónlist. Hvert er hann að fara núna, hann Erling? Líklega myndi hann flokkast undir fíkil, tónlistafíkil. Framundan er gósentíð fyrir slíkt fólk, sinfonían að byrja á fimmtudaginn. Rússnesk gæðatónlist á fyrstu tónleikunum, Rimsky -Korsakov og Mussorgsky. Scheherazade, Myndir á sýningu. Svo margt annað í vetur, lífið er ekki svo bölvað, þrátt fyrir ónýtt hné. Paul Lewis kemur og spilar í Hörpunni seinna í haust.
Já, ég var að tala um Meistara Dylan, Another Self Portrait. Önnur Sjálfsmynd. Einu sinni gaf Dylan út Selv Portrait, árið 1970. Sú plata, þá voru allt plötur sem komu út, fékk misjafnar móttökur. Hvaða skítur er þetta spurði frægur gagnrýnandi og tónlistarrýnir. Skrítið lagaval, úr hinni og þessari átt, frumsamin lagabrot, furðulegar útsetningar. Kvennakór. Í dag er töluvert annað á hlusta, á tímum póstmódernista!! Nú opnast þessi heimur Dylans á allt annan hátt en fyrir fjörutíu og eitthvað árum. Við höfum þroskast, náð meistaranum. Og nú á nýja disknum, fáum við ný lög frá þessum tíma. Aðrar útsetningar af gömlu plötunni, útþurrkuð lög þar sem útsetningarnar eru teknar burt. Og eftir eru bara Dylan, David Bromberg og Al Kooper (þið munið eftir honum á Lika a rolling stone og svo framvegis). Svo kemur Georg Harrison í heimsókn. Og fleiri. Stundum syngur Dylan himneskt, eins og í Pretty Saro, þvílík raddbeiting!!! Aftur á móti hef ég aldrei skilið fólk sem finnst Dylan, Waits og Megas ömurlegir söngvarar, það er þeirra vandamál ekki mitt.
Þessi diskur er svo skemmtilegur, nútímalegur, fagur. Við heyrum If not for you með fiðluleik og enginn veit hver er fiðluleikarinn !! New Morning með blásurum,. Þetta er árið þegar Dylan gaf líka út New Morning á sama ári. 1970. Sign on the Window. Spanish is the loving tongue. Það er ótrúleg fjölbreytnin, sköpunin hjá þessum unga manni. Ég man þegar ég grúfði mig ofan í útvarpið til að hlusta á Franska útvarpsstöð þar sem Selv Portrait hljómaði í fyrsta sinn í Evrópu. All the tired horses, stelpur að syngja er þetta Dylan??? En svo kom Days of 49.
Já, það er oft hamingja að vera tónlistarfíkill. Nú klukkan 8 að morgni, miðvikudaginn 4. september, hlusta ég á Otis Redding. Hann grætur og grætur yfir ástinni. Hann er prédikari og graðnagli um leið. Try a little tenderness, I´ve been loving you too long, Respect, Tramp. Og auðvitað Docks of the Bay.
Svo eru 2 nýir klassískir diskar sem ég þarf að hlusta á næstu dagana. Domingo Verdi og Christian Gerhaher Mahler. Ertu búinn að fá þér Spotify í tölvuna, lesandi góður? Þar er nóg af tónlist fyrir lífstíð. Það er gott að njóta og hlusta. Hverfa frá dapurlegum heimi stríðs og gróða.
Og lífið heldur áfram, og áfram.
Já, ég var að tala um Meistara Dylan, Another Self Portrait. Önnur Sjálfsmynd. Einu sinni gaf Dylan út Selv Portrait, árið 1970. Sú plata, þá voru allt plötur sem komu út, fékk misjafnar móttökur. Hvaða skítur er þetta spurði frægur gagnrýnandi og tónlistarrýnir. Skrítið lagaval, úr hinni og þessari átt, frumsamin lagabrot, furðulegar útsetningar. Kvennakór. Í dag er töluvert annað á hlusta, á tímum póstmódernista!! Nú opnast þessi heimur Dylans á allt annan hátt en fyrir fjörutíu og eitthvað árum. Við höfum þroskast, náð meistaranum. Og nú á nýja disknum, fáum við ný lög frá þessum tíma. Aðrar útsetningar af gömlu plötunni, útþurrkuð lög þar sem útsetningarnar eru teknar burt. Og eftir eru bara Dylan, David Bromberg og Al Kooper (þið munið eftir honum á Lika a rolling stone og svo framvegis). Svo kemur Georg Harrison í heimsókn. Og fleiri. Stundum syngur Dylan himneskt, eins og í Pretty Saro, þvílík raddbeiting!!! Aftur á móti hef ég aldrei skilið fólk sem finnst Dylan, Waits og Megas ömurlegir söngvarar, það er þeirra vandamál ekki mitt.
Þessi diskur er svo skemmtilegur, nútímalegur, fagur. Við heyrum If not for you með fiðluleik og enginn veit hver er fiðluleikarinn !! New Morning með blásurum,. Þetta er árið þegar Dylan gaf líka út New Morning á sama ári. 1970. Sign on the Window. Spanish is the loving tongue. Það er ótrúleg fjölbreytnin, sköpunin hjá þessum unga manni. Ég man þegar ég grúfði mig ofan í útvarpið til að hlusta á Franska útvarpsstöð þar sem Selv Portrait hljómaði í fyrsta sinn í Evrópu. All the tired horses, stelpur að syngja er þetta Dylan??? En svo kom Days of 49.
Já, það er oft hamingja að vera tónlistarfíkill. Nú klukkan 8 að morgni, miðvikudaginn 4. september, hlusta ég á Otis Redding. Hann grætur og grætur yfir ástinni. Hann er prédikari og graðnagli um leið. Try a little tenderness, I´ve been loving you too long, Respect, Tramp. Og auðvitað Docks of the Bay.
Svo eru 2 nýir klassískir diskar sem ég þarf að hlusta á næstu dagana. Domingo Verdi og Christian Gerhaher Mahler. Ertu búinn að fá þér Spotify í tölvuna, lesandi góður? Þar er nóg af tónlist fyrir lífstíð. Það er gott að njóta og hlusta. Hverfa frá dapurlegum heimi stríðs og gróða.
Og lífið heldur áfram, og áfram.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)