miðvikudagur, 4. september 2013

Smásvikarar og Stórskúrkar

Það er mikið rætt um svikara í fjölmiðlum.  Það orð er ekki endilega notað um þá alla.  Einn er þó kallaður stórsvikari.  Sem hefur haft einstakt lag á að koma sér inn á einstaklinga og vinda fjármuni þeirra út úr þeim þar til enginn dropi var eftir.  Sjúklingar, gamalmenni, fólk úr ýmsum stéttum.  

Svo eru þeir sem tókst jafnvel að vinda fjármuni úr heilli þjóð og bankakerfi.  Þeir eru ekki kallaðir svindlarar þótt þeir séu auðvitað stjórsvindlarar, stórglæpamenn.  Þeir mæta glaðbeittir fyrir rétti, sumir með hrokasvip aðrir ekki.  Þeir hafa tekið sér bólfestu erlendis og síðan ýta þeir seðlum sínum hægt og sígandi inn í samfélagið okkar.  Það er margt á góðu verði um þessar mundir.  Þeir virðast vera á því að þeir hafi ekkert gert.  Voru eingöngu að bjarga þjóðinni, að koma okkur á spjöld sögunnar og tókst það. Sumir valdsmenn sem einu sinnu voru harðir andstæðingar þessara manna núna mega ekkert misjafnt heyra um þá.  Þetta eru nær allt karlar.  Ætli konur séu ekki jafn duglegar að svindla?   Ætli það sé þess vegan sem þær eiga ekki að hafa jafnan rétt til setu í æðstu stjórnum lífeyrissjóða???? 

Já, þetta eru ófá mál sem liggja nú fyrir. Allir eru saklausir, Milestone, Kaupþing, Glitnir, Landsbanki, KPMG. Þetta eru allt góðborgarar og maður kallar þá ekki svikarar eða skúrka.  Þeir voru sumir í nánu sambandi við ráðherra í núverandi ríkisstjórn.  Því eigum við öll að gleyma. Þetta eru ekki brennuvargar þetta eru Góðborgarar.   Ef einhver segir eitthvað þá er lögfræðingakórinn til staðar eins og í grískum harmleik eða gamanleik. Og þegar upp er staðið eru dómarnir haldlitlir, oft minni en smákrimmi fær fyrir að ræna sjoppur þrisvar eða fjórum sinnum. Enda eigum við að gleyma þessu.      

Ætli við séum ekki búin að því?  Ég man alla vegana fátt.  Enda gamall eins og á hærum má sjá. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli