fimmtudagur, 2. júlí 2015

Guðlast: Spegilmyndin af okkur

Jæja, nú getur maður farið að blóta guði. Ótrúlegasta ákvæði laga hjá okkur, ótrúlegt að einhver skuli hafa verð dæmdur á seinni hluta 20. Aldar og settur í fjárhagslegt tjón fyrir hárfínt og grimmdarlegt Guðlast.

Enn furðulegra að nokkrir Þingmenn skuli ekki hafa getað samþykkt að þurrka út þennan smánarblett  á mannréttindum á Íslandi.   Þetta er ein besta Siðbót seinni ára. Svo getur maður bætt um betur og lesið þetta öndvegisrit Úlfars Þormóðssonar sem tókst oft að vera ægifyndinn með samstarfsmanni sínum, Hjörleifi Sveinbjörnssyni ásamt fjölda leynipenna.

Svo lesendur góðir, þið sem eruð miður ykkar yfir sumarleyfi Alþingis, takið gleði ykkar á ný og lesið Spegilinn 2. Tbl og njótið frétta af stjórnmálamönnum, fermingarbörnum og klerkum, ekki svo slæm blanda, eins og dæmin sanna! Lífið er nú bara ansi gott.