laugardagur, 13. febrúar 2016

Spilling: Borgun LÍ. Byr Baldur Bjarni Vigdís og við hin

Spilling, spilling spilling, spilling. 
Orð vikunnar er spilling.  Eins og oft áður. 
Hverjum dettur í hug að gera mann sem nýverið hefur lokið þvi að sittja inni eftir að hafa metið meir  hlutabréfin sín en skyldur sínar sem einn æðsti embættismaður á sviði fjármála í
Man einhver eftir þessum, öll hreinleikinn upp málaður.

Borgunarmálið sýnir í hnotskurn spillingardans bankakerfis og valdamanna.  Hvað sem ráðherrar segja þá skal enginn segja mér að þeir komi ekki nálægt svona máli í sínu ráðuneyti. 

Gott að fá Vigdísi til að taka þátt í skripaleiknum.  Allir eru jafnspilltir auðvitað.  Eða verri. 

Við bíðum bara eftir hvað kemur   næst!              





Vigdís segir mörg Borgunarmál hafa komið upp á síðasta kjörtímabili

Borgun

Í nóvember 2014 var 31,2% hlutur Landsbankans í félaginu Borgun hf. seldur til félagsins Borgun slf., en eigendur þessu eru félagið Or­bis Borg­un­ar slf., Stál­skip ehf., P126 ehf. sem er í eigu Ein­ars Sveins­son­ar og son­ar hans Bene­dikts Ein­ars­son­ar, í gegn­um móður­fé­lagið Charam­ino Hold­ings Lim­ited sem skráð er á Lúx­em­borg. Þá á fé­lagið Pét­ur Stef­áns­son ehf. einnig hlut í Borg­un slf., en for­svarsmaður þess er Sig­valdi Stef­áns­son. Söluverðmæti hlutarins var 2.184 milljónir. Gagnrýnt var að félagið hafi ekki farið í opið söluferli. Í janúar 2016 var upplýst um að Borgun auk Valitors myndu hagnast verulega vegna yfirtöku Visa international á Visa Europe. Sagði Morgunblaðið að um væri að ræða samtals á annan milljarð.



Baldur Guðlaugsson metur hæfni skrifstofustjóra í atvinnuvegaráðuneyti

22% hlut­ur í Borg­un fylgdi yf­ir­tök­unni á Byr

22% eignarhlutur í Borgun fylgdi yfirtökunni á Byr. stækka 22% eign­ar­hlut­ur í Borg­un fylgdi yf­ir­tök­unni á Byr. mbl.is/​Júlí­us
Í nóv­em­ber 2011 þegar Íslands­banki yf­ir­tók all­ar eign­ir og skuld­ir Byr hf. greiddi bank­inn 6,6 millj­arða fyr­ir spari­sjóðinn með út­gáfu skulda­bréfs. Á þeim tíma átti Byr eign­ir í ýms­um hlut­deild­ar­fé­lög­um, dótt­ur­fé­lög­um og öðrum fasta­fjár­mun­um. Voru þess­ar eign­ir metn­ar á 6 millj­arða. Meðal ann­ars fylgdi með 22% hlut­ur í fé­lag­inu Borg­un.
Virði hlut­anna í hlut­deild­ar­fé­lög­um var met­inn á 1,1 millj­arð í árs­reikn­ingi Íslands­banka árið 2011, eins og fram hef­ur komið fram í um­fjöll­un Viðskipta­blaðsins. Hlut­ur­inn í Borg­un var meðal flokkaður þar á meðal, en virði hans hef­ur auk­ist um­tals­vert á und­an­förn­um árum.
Lands­bank­inn seldi meðal ann­ars 31,2% hlut sinn í Borg­un á 2,2 millj­arða í árs­lok 2014. Miðað við þá sölu var 22% hlut­ur­inn met­inn á um 1,6 millj­arð og því verðmæt­ari en allt safn hlut­deild­ar­fé­lag­anna í mati Íslands­banka árið 2011. Til viðbót­ar fékk Íslands­banki 176 millj­ón­ir í arð frá Borg­un vegna 22% hlut­ar­ins eft­ir árið 2014.
Eins og Morg­un­blaðið greindi frá í vik­unni er gert ráð fyr­ir að yf­ir­taka Visa In­ternati­onal á Visa Europe muni skila ís­lensku greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­un­um Visa Ísland og Borg­un millj­örðum á kom­andi miss­er­um. Ljóst er því að 22% hlut­ur­inn sem Íslands­banki fékk með yf­ir­töku Byrs er tals­vert verðmæt­ari en bank­inn hafði áætlað í mati sínu á spari­sjóðnum.


Árið 2011 var Baldur dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innherjasvika og brot í opinberu starfi þegar hann seldi hlutabréf sín að andvirði 192 milljóna króna í september árið 2008, rétt fyrir bankahrunið. Dómurinn var staðfestur í Hæstarétti árið 2012.