sunnudagur, 9. október 2016

Alþingi: Að vera eða vera ekki í vinnunni

Reglur er þannig að oft þarf að breyta þeim.  Stundum verða reglur til með þöglu samþykki.  Eins og traust landans á því að þeir sem taka sæti á Alþingi mæti í vinnuna og taki þátt í starfi þessarar æðstu stofnunar íslenska ríkisins.  Taki þátt í umræðum í sal, atkvæðagreiðslum, nefndastörfum, séu í sambandi við kjósendur sína.  Þetta er mikið starf ef rétt er á haldið.  

Oft er skellt fram upplýsingum um störf einstakra þingmanna,  sem gefa ranga mynd af starfi einstaklinganna, enda kemur það vel fram í úttekt RÚV,  þarna er ákveðinn tímarammi 2 mánuðir nú í sumar og haust og þátttaka í atkvæðagreiðslum, ekkert annað:  Þeir sem eru
Himinn yfir Reykjavík
nefndir í neðstu sætum eru einstaklingar sem hafa tekið virkan þátt í störfum þingsins, setið í nefndum sem krefjast dvalar erlendis um lengri og skemmri tíma.  Taka oft til máls og stjórna nefndum.  Svo það eru varla þeir sem þarf að benda á. Tölfræðin verður að vera nákvæm.  


Það sem sker sig úr er furðuleg mæting fyrrverandi forsætisráðherra, sem er á launum og með aðstoðarmann og bíl, eftir því sem sagt er, og eyðir tímanum í stunda makk og reyna að tryggja formannssæti sitt eftir að hafa verið uppvís að lygum og háttsemi sem sæmir ekki manni í hans stöðu. Þar sem 25.000 manns mættu á fund fyrir framan Alþingishúsið til að krefjast afsagnar hans.  Allt þetta gerir hann á margföldum launum og ber enga virðingu fyrir stofnuninni að mæta þar á fundi þar sem hann er orðinn óbreyttur þingmaður (án þess að sitja í nefndum).

Langneðstur er svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sem hefur ekki verið viðstaddur eina einustu atkvæðagreiðslu frá því þing kom saman um miðjan ágúst. Sigmundur segist í skilaboðum til fréttamanns hafa verið nokkuð upptekinn við að verjast ítrekuðum tilraunum til að fella hann sem formann flokksins.

JÁ, lesandi góður, þar er svo margt í siðuðu samfélagi sem byggir á trausti.  Það fólk sem við treystum og kjósum til setu á Alþingi verður að vera þannig fólk, sem er traustsins vert
Fé í Norðausturkjördæmi
.  Þeir sem telja það vera það hlutverk sitt að rakka og brjóta allt niður.  Skara að eigin köku.  Þeir eiga að vera annars staðar.