miðvikudagur, 31. maí 2017

Frú Andersen: Hvað gerir Alþingi?

Hroki ráðherra yfirgengilegur:Hún þarf ekki að semja eða tala við neinn. Bent er á ýmsa vankanta í vinnubrögðum hennar en eina svarið Ég ræð. Eina í stöðunni fyrir Alþingi er vantraust. Ef hún kemst upp með þetta þá er allt leyfilegt. Kjarninn er búinn að birta öll gögn málsins svo leyndin er ekki til staðar. Hún getur ekki skýlt sér á bak við hana. Enn er spurningin hvað Björt Framtíð og Viðreisn láta Sjálfstæðisflokkinn troða á sér, valið er þeirra.



"Það er ráðherra sem hef­ur veit­ing­ar­valdið og ber á því ábyrgð, bæði póli­tíska og stjórn­sýslu­lega ábyrgð. Ráðherra legg­ur til­lögu fyr­ir þingið. Þingið hef­ur tvo mögu­leika í stöðunni, að fall­ast á til­lögu ráðherra eða fall­ast ekki á til­lögu ráðherra.“


Ráðherra vill skipa umsækjandann í 30. sæti



Smári: „Vá. Þetta skjal átti alls ekki að koma fyrir sjónir almennings“

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir að það geti orðið erfitt fyri dómara við Landsrétt að njóta trausts ef ekki næst sátt um skipan dómara.


Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður efst á lista

Samkvæmt mati hæfisnefndar um mat á umsækjendum um starf dómara við Landsrétt var einn þeirra sem ráðherra gerir tillögu um í starfið númer 30 hjá nefndinni.