sunnudagur, 7. júní 2015

Gunnar Bragi leysir verkföll

Stundum ber maður þá von í brjósti að allt sé ekki alvont í heiminum, eða á þessu litla krummaskuði í Norðurhöfum.   En ........ alltaf hefur maður rangt fyrir sér.  Að það geti gerst að Utanríkisráðherra og einn valdamesti karl í Framsóknarflokknum skuli koma með yfirlýsingar eins og hann gerir núna bendir til þess að það sé ekki vilji um einn eða neinn samning.  Gaf
hann út svona yfirlýsingu án þess að hvísla í eyra Forsætisráðherrans.  Eða er hann bara svona heimskur?  Ég hef nú trú á að þarna sé ein af þessum fléttum Framsóknarmanna til að hleypa öllu í bál og brand, þegar fólk er á 10. viku í verkfalli, margir farnir að hugsa sér til hreyfings í vinnuleit.  Þegar enn er ekki búið að svara um sáttanefndina, það er erfitt að vera í verkfalli það er enginn leikur. 

Nei, Gunnar Bragi álítur að Samfylkingarmenn eigi ekki að taka þátt í Kjarabaráttunni, af hverju talaði hann ekki um Pál Halldórsson sem hefur tekið lengur þátt í vinstri pólitík en Þórunn Sveinbjarnarson, hann gæti meira að segja kallað hann komma, sem varla er hægt um Þórunni.

Nei lesendur góðir, heimskan tröllríður íslenskri ríkisstjórn um þessar mundir það er ekkert hægt að orða það öðru vísi.  Sjálfhverfni og siðblinda  eru mannkostirnir.  Það eru bara Framsóknarmenn sem eru algjörlega ópólitískir.  


Segir formann BHM hápólitískan