föstudagur, 28. febrúar 2014

Netskrímslið étur börnin sín

Dr Jekill og Mr Hyde var mér hugsað í gærkvöldi þegar ég heyrði og las fréttirnar um fall Hildar.

Það voru margir sem fögnuðu þessum tíðindum, sérstaklega þeir sem höfðu orðið fyrir hörðum vinnubrögðum hennar að birta óbilgjarnarskoðanir og málflutning óðamála netverja. En hún leit sér ekki nær.  

En lesendur góðir, netið er harður húsbóndi, eins og brennivín, dóp og svik stjórnmálamanna.

Netnotkun er fíkn það vita þeir sem hafa notað það. Og enn verra virðist það vera þeim sem skrifa undir dulnefni.  Það hef ég aldrei gert.

En, lesendur góðir, vandið ykkur, netið er fíkn og fíknin tekur yfir líkama okkar og sál. Dæmin sem við höfuð séð og heyrt seinasta sólarhringinn sýna að þar fer fólk undir áhrifum, netskrímslið hefur tekið völdin, það étur börnin sín. 

Fórnarlömbin eiga bágt.  Þau eiga að leita sér hjálpar.  Þau eiga að iðrast.