Sigmundur Davíð var búinn að finna það út að hann gæti ekki staðið við loforð sín um strax í dag, það væri svona hægt að byrja á sumarþingi en ekki klára neitt. Og Bjarni Benediktsson útskýrði stöðuna í dag fjármálum þannig að hún var nokkurn veginn orðrétt eftir ummælum forvera sinna á ráðherrastóli, Katrínar Júlíusdóttur og Steingríms Jóhanns. Það kom meira að segja fram hjá honum að seinasta ríkisstjórn hefði haft gott samstarf við Seðlabanka. Sem við vissum nú fyrir löngu sem fylgjumst með stjórnmálum og lifum ekki í tilbúnum draumaheimi Íhaldsins. Svo lýsti Bjarni því yfir að þyrfti að vita hvað kröfuhafar okkar ætluðu að gera !!!! Það væri ekkert hægt að gera fyrr!!!! Já, veröldin hefur breyst á 4 vikum. Þá þurfti bara að taka ákvarðanir og taka nokkur hundruð milljarða af hrægömmunum og þá væri þetta allt í lagi.
Eina ráðherrann sem stóð sig eftir væntingum var Hanna Birna í morgun sem tók meirihlutann í Reykjavík á beinið fyrir óábyrg vinnubrögð í Flugvallarmálinu. Auðvitað fer enginn flugvöllur úr Reykjavík fyrr en komið er svæði sem hægt er að sætta sig við sem nýjan flugvöll. Það er ekki ennþá. Það verður að nást sátt um þetta mál, þetta er heilbrigðismál, lansbyggðamál og höfuðborgarmál. Svo það þarf vitrænni umræðu.
Svo kórónaði Árni Páll helgina með því að viðurkenna að xS hefði verið á villigötum í skuldamálunum. Það er ansi seint að gera það núna. Það er skrítið hversu sumir stjórnmálamenn voru lokaðir inni í gerviveröld. Og urðu að borga fyrir það í kosningunum. Vonandi að fólkið í landinu þurfi ekki að borga líka fyrir það.
Já, lesendur góðir, það verður ekki allt sæla hjá hinni nýju ríkisstjórn, umhverfissinnar sýndu að það verður barátta framundan í stóru málunum þar. Þetta er bara byrja.
Mynd: EÓ