þriðjudagur, 19. nóvember 2013

Makríllinn okkar: Mínar tillögur

Nú á að gefa makrílinn okkar, útgerðarmennirnir, sem  greiða lágmarksgjöld af rekstri sínum í boði ríkisstjórnarinnar, svo að þeir geti úthlutað sjálfum sér nokkur hundruð milljónum á mann á hverju ári í einkaneyslu, eiga að fá hann gefins.  Það hvarflar ekki að ríkisstjórn sem stendur frammi fyrir miklum fjármagnserfiðleikum að þeir geti fengið fé í heilbrigðis-, mennta og velferðarkerfi úr makrílkerfinu. Þetta er sjálfsagt réttindamál fyrir ríkisstjórnina að útgerðarmennirnir hafi það sem best.  Ekki hef ég á móti því að þeir hafi það sem best ef þeir reka fyrirtæki sín vel og borgi álögur í samræmi skatta og álagareglur þjóðarinnar.  En makríllinn er okkar, þessa auma fólks í landinu. Svo ég set hér fram tvær tillögur. 

1.  Að allir Íslendingar fái sent heim hlutabréf upp á sína eigna í makrílforðanum.  Hver og einn geti síðan ákveðið hvað hann vill gera við sinn hluta.  Selji hann hæstbjóðanda eins og í öðrum hlutabréfsviðskiptum eða nýti sér sinn hluta eins og hann vill, stundi veiðar, eða geymi heima sitt hlutabréf.  

eða 

2.  Makrílkvótinn verði boðinn upp á almennu útboði. Fyrir féð verði myndaður Landssjóður í stíl við norska olíusjóðinn þar sem hann verði notaður í heilbrigðis-, mennta- eða velferðarkerfi eftir lögum og reglum sem Alþingi setji.  Hluti af fénu verði geymdur upp á óvænt áföll í framtíðinni fyrir þjóðina.   

Þessar tillögur hljóta að verða öllum Íslendingum til hagsbóta.