Það er merkilegt hversu upplýsingarnar um skattsvindl í gegnum útibú HSBC risabankans í Genf í Sviss passa vel inn í umræðuna hér um þessar mundir.
Einn stærsti banki í heimi vill láta það líta út að hann hafi það allt á hreinu en vill samt vera með í aðstoð við kúnna sína sem vilja sleppa við að borga skatta. Auðvitað stofnar hann útibú
þar sem bankaleyndin er einna mest í hinum "siðvædda" heimi. Það er Sviss. Rætt hefur verið um að Lúxembúrg hafi verið notað á svipaðan hátt á þessum tíma af íslenskumútibúum. Þetta er "blómatími" bankaspillingar.
Þegar upp kemst vegna uppljóstrarans Hervé Falciani þá láta æðstu stjórar þessa banka sem starfar um allan heim að þeir hafi ekkert vitað. Einn verður ráðherra viðskiptamála hjá ráðuneyti Davids Cameron. Þegar Bretar fá að vita um undanskotið eða svindlið þá sjá yfirvöld til þess að undanvillingarnir borgi 10% af upphæðunum í skatt og málið er þaggað niður að öðru leyti. Í Frakklandi, Spáni og Belgíu eru svindlin dómsmál, þetta er glæður. Í Bandaríkjunum var HSBC bankinn dæmdur í himinháar sektir fyrir að þvo Mexíkóskt glæpagull.
Fjármálaráðherra okkar vill eitthvað svipað, "Amnesty", er orðið sem hann notaði, ég vona að enginn rugli því saman við hin alkunnu mannréttindasamtök. Auðvitað vill hann ekki að þessi mál séu opinber, sjálfur er hann alltof tengdur viðskiptum og Hruni. "Allir í klíkunni vildu bara vera með, siðferðið gleymdist. Hann vill að þarna verði Sakaruppgjöf. Íslenskir Íhaldsmenn virðast alltaf feta í fótspor Breskra um þessar mundir.
Því er eðlilegt að hann spyrni við eins og hann getur, það er ekki ríkiskattstjóri sem dregur fæturna það er ráðherrann. Enda kann hann það úr fótboltanum.