fimmtudagur, 18. júní 2015

Danski þjóðarflokkurinn og Framsókn

Talning stendur yfir í Damörku, ekki kemur á óvart að  spenna sé mikil milli bláu og rauðu blokkarinnar, þegar þetta er skrifað er auðséð að stjórnarskipti verða í Danmörku. 

En það óhugnanlega er stórsigur DF sem nærri því tvöfaldar fylgi sitt og er annar stærsti flokkurinn í Danmörku. Það er forvitnilegt að bera saman stefnumál DF og Íslensku flokkanna.DF er einn af þeim flokkum í Evrópu sem við köllum pópulíska flokka. Það er flokkur sem lítur til kjósenda og  tekur mið af hugmyndum og fordómum fólksins, mikið af fylgi sínu fá þeir með því að höfða til útlendingahaturs og þjóðrembu. 

Er það einhver furða að ýmislegt  hjá þessum flokki sé kunnuglegt? Sá flokkur hjá okkur sem vann stórsigur í seinustu kosningum en hefur átt undir högg að sækja þótt ýmislegt sé brölt hjá þeim til að reyna að snúa  við Þróuninni. Ekki með að vitna í eða hvetja til að samstarfs flokkurinn í ríkisstjórninni taki meira tillit til stefnu þeirra eins og hún kemur fram í flokks samþykktum og stefnuskrá sem oft er frjálslynd. Heldur með yfirlýsingum hins mikla afburða formanns um þjóð, kirkju, stöðu þjóðarinnar í heiminum og tryggð við forseta vorn. Ef það er eitthvað sem svertir ímynd hans þá er það misskilningur hjá samherjum hans en engin afneitun fylgir því. 

Ég sé ekki fyrir mér að þar verði einhver breyting á, því tilgangurinn helgar meðalið  hjá hinum ofurgreinda, framsýna og verðmæta valdamanni.