Það er sorglegt að menn lenda í fangelsi, það bætir fáa, en glæpir
þeirra eru miklir, þeir sem voru leiðandi að setja heilt samfélag á hliðina.
Þess vegna er ég ansi feginn að þeir fengu sína refsingu.Hæstiréttur orðar þetta vel í þetta skipti.
„Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða
fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot.
Kjarninn í háttsemi ákærðu fólst í þeim brotum, sem III. kafli
ákærunnar snýr að, en þau voru þaulskipulögð, drýgð af einbeittum
ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi. Öll voru
brotin framin í samverknaði og beindust að mikilvægum
hagsmunum,“ segir orðrétt dómnum.
Mér er ekki illa við þessa menn, þeir æddu áfram í sporum tíðarandans, alltaf var ástæða til að ganga spori lengra, sum svör þeirra fyrir dómi sýndu lítin siðferðilegan þroska, algjöran vanþroska. Því eru þeir dæmdir núna. Fjölskylda og ættingjar eru harmi slegin. En dómurinn er réttlátur í þetta skipti.
Það hefði verið voðalegt ef dómurinn hefði fallið á annan veg. Við þurfum ekki að velta þessu meira fyrir okkur. Dómur hefur verið kveðinn upp.
fimmtudagur, 12. febrúar 2015
Skattarannsóknastjóri: Maður dagsins
Það er skrýtið að stórsvindlarar skatts eigi að geta keypt sig út úr glæpum sínum.
Þetta eru sæmilegar upphæðir en þetta er glæpur, sekt fyrir smáupphæðafólk, fangelsi fyrir stjórþjófa.
Þetta er svona einfalt. Engar breytingar á lögum um það.
Og Bjarni hefður beðið alvarlegan hnekki sem leiðtogi. Sigmundur lætur ekkert heyra í sér.
Skattarannsóknastjóri skákaði þeim með einföldu svari við árásum ráðherra á hana:
Hún segir að sér hafi verið brugðið við yfirlýsingar fjármálaráðherra um seinagang embættisins.
Hún er meiri maður og drengur góður eins og sagt var forðum.
„Sú ríkisstjórn sem nú situr ætlar ekki að gefa nein grið þeim sem ekki taka þátt í samfélagslegum skyldum sínum með því að borga skatta.“ segir Bjarninn í dag, það er holur hljómur í þessu eins og húrrahrópum fyrir Davíð í Valhöll.
En ætli vandinn verði ekki nótulaus viðskipti? Debet og Kredit verða að vera í lagi! Hver á að skipta um kennitölu?
Hver ætli afhendi féð? Ráðherrann í eigin persónu? Kannski Gísli Freyr?
Þetta eru sæmilegar upphæðir en þetta er glæpur, sekt fyrir smáupphæðafólk, fangelsi fyrir stjórþjófa.
Þetta er svona einfalt. Engar breytingar á lögum um það.
Og Bjarni hefður beðið alvarlegan hnekki sem leiðtogi. Sigmundur lætur ekkert heyra í sér.
Skattarannsóknastjóri skákaði þeim með einföldu svari við árásum ráðherra á hana:
Hún segir að sér hafi verið brugðið við yfirlýsingar fjármálaráðherra um seinagang embættisins.
Hún er meiri maður og drengur góður eins og sagt var forðum.
„Sú ríkisstjórn sem nú situr ætlar ekki að gefa nein grið þeim sem ekki taka þátt í samfélagslegum skyldum sínum með því að borga skatta.“ segir Bjarninn í dag, það er holur hljómur í þessu eins og húrrahrópum fyrir Davíð í Valhöll.
En ætli vandinn verði ekki nótulaus viðskipti? Debet og Kredit verða að vera í lagi! Hver á að skipta um kennitölu?
Hver ætli afhendi féð? Ráðherrann í eigin persónu? Kannski Gísli Freyr?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)