Umræða þessa dagana er spurningin um tilgang Tyrkja að skjóta niður rússneska herþotu. Samkvæmt Guardian var þotan skotin niður eftir 17 sekúndur (10 viðvaranir á þeim tíma er merkilegt fyrirbæri!).
Hægri menn á Íslandi vilja auðvitað bara kenna Rússum um þetta, frekja og yfirgangur þeirra í samskiptum seinustu árin sýna það. Gott dæmi er Björn Bjarnason , það er bara Pútín sem hefur verið á ferð og nú er það Tyrkland sem sýnir honum í tvo heimana með stuðningi NATO.
Málið er flóknara en þetta. Erdogan og Pútín eru á margan hátt svipaðir leiðtogar. Svífast einskis til að koma sínum áætlunum fram. Átökin í Sýrlandi hafa sýnt það, að berja á Kúrdum skiptir meira máli en ISIS. Smygla vopnum um Sýrland, styðja öfgahreyfingar í Sýrlandi og leyniþjónusta þeirra er tækifærissinnuð fram í fingurgóma. Landvinningar í norður Sýrlandi er meira að segja í dæminu. Asia Times veltir fyrir sér hvort Erdogan hafi fengið samþykki Obamas í seinustu viku að grípa til þessarar aðgerðar sem er ansi bíræfin. Og í andstöðu við fyrrir skoðanir NATO.
Ankara is often guilty of neglecting attacks on Isis and hitting the
Kurds (who are in so many ways the most effective force against the
jihadists) instead, smuggling weapons
in the guise of humanitarian convoys (something we saw the Russians
doing in Ukraine), and being willing to support groups which are often
jihadist in their own terms. Turkish military intelligence organisation
(MIT) is every bit as cynically opportunist as the Russian military spy
agency (GRU), and Erdogan every bit as erratic, brutal and ambitious as
Putin.
Svo Erdogan og Pútín eru báðir þrjótarnir í þessum átökum. Þetta mál er ekki búið.