fimmtudagur, 10. mars 2016

Netheimur klekkir á Krösusarliðinu

Netheimur vinnur fyrstu orustuna,  Hrægammar fjárfestinganna hörfa og sjá sitt óvænna. 
Í morgun hafa þingmenn  barið í bumbur á Alþingi. Hver æsingaræðan á fætum annarri, aldrei þessu vant allir sammála.  Þeir börðu á fjarfestingarliðinu sem hafði uppgötvað að það var gullkista falin í Tryggingarfélögunum. Og það átti að tæma þá kistu á stundinni.  

Þarna fetuðu Alþingismenn  í fótspor ótal bloggara og feisara sem höfðu látið svipuna ríða á jakkafataliðinu. Það er gott hversu almenningsálitið getur sýnt álit sitt betur en áður. Það eru ekki aðrir sem gera það af heilum huga.  Og það má ekki sofna á verðinum.  Sá sem hefur fengið gullglýjuna í augun, hann  á bágt, hans fyrirmynd er Krösus. Því eru hörð átök framundan, um banka og viðhald opinberra stofnana.


Gylfi Gíslason Gullkálfurinn
Krösusarmmyndir af Wikipediu