Mikið eru sumir bloggarar óþroskaðir og dapurlegir.
Að hefja skítkast gegn konu sem tekur að sér mikilvægt verkefni nýstigin upp úr alvarlegum veikindum.
Ætli sé ekki nær að bíða og sjá hvað setur. Konan og læknar hennar eru sannfærðir að allt er à réttri leið. Eigum við ekki að halda okkur við það með þeim?
Við höfum okkar skoðanir á fyrri störfum hennar en getum alveg beðið eftir fyrstu mànuðum hennar í nýrri vinnu.
Við sem höfum upplifað alvarlega sjúkdóma nákominna ættingja og vina vitum að það er enginn leikur. Sýnum því mannlega hlýju og umburðarlyndi.