mánudagur, 14. apríl 2014

Jón Gnarr: Næsti Aðalritari SÞ

Mikið vorum við heppin að eignast svona óvart Jón Gnarr sem borgarstjóra.  Eiginlega bjuggumst við ekki við neinu þegar hann tók við.  En með framkomu sinni, ótrúlegri framkomu þar sem maður vissi aldrei hvað kom næst þá vann hann okkur yfir.  Þessa vantrúuðu.  Svo kórónaði hann feril sinn með því að afneit valdinu, hann ákvað að hætta.  


Hann hefur á sinn svo einfalda hátt dregið fram góðar hugmyndir sem hafa fengið illt orð á sig. Eins og frið, umhverfi, náttúru, list og menningu: 

Mig dreymir um friðarháskóla Sameinuðu þjóaðnna. Alþjóðlega rannsóknamiðstöð um Norðurslóðamál, loftlagsbreytingar og hnattræna hlýnun. Rannsóknir og þróun á rafmagnsbílum. Friðarráðstefnur og friðarviðræður. Listrænar uppákomur. Náttúruminjasafn. Alþjóðlega stofnun um friðsamleg samskipti. Ég vil gera Ísland að heimili vonar fyrir mannkyn,


Þetta er ansi hátimbrað að tala um Ísland sem heimili vonar, sérstaklega þegar við horfum á framkomu ýmissa stjórnmálamanna.  En með sakleysi sínu flettir Jón Gnarr ofan af atvinnustjórnmálamanninum.  En við skulum samt ekki halda að það sé lausnin okkar að hafa ekki atvinnustjórnmálamenn.  Jón er svo einstakur, Björn Blöndal fetar ekki í hans spor.  En hann kennir okkur að það er gott að hafa fjölbreytni í kosnum fulltrúum okkar.  Og það er allt í einu að skipta oftar. 

Svo ætli þetta sé nýja vinnan hans?  Þáttastjórnandi!   http://youtu.be/VD5D7GymLd4

 Ég vil nú frekar fá hann sem Aðalritara Sameinuðu þjóðanna !!!!