mánudagur, 20. júlí 2015

Sigríður Andersen: Vampýra nýrfjálshyggjunnar


Það er gott þegar þær stíga fram vampýrur nýfrjálshyggjunnar og vilja sjúga blóðið úr landanum.  Svo heldur Sigríður Andersen að þetta sé gott innlegg í lausn á hræðilegum vanda heilbrigðiskerfis sem ráðherra hennar Bjarni Benediktsson hefur skapað.  Svo kaupa þau
hlutabréf í félögum vina sinna sem bíða með glyrnurnar galopnar af græðgi yfir skyndigróðanum eins og dæmin sanna. 

Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu lausn í kjaradeilu



 Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðis- þjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn.

Segir þingmaðurinn, Já það er auðvelt að koma með skyndilausnir, Vampýrurnar lifa mest á skyndibitum það er fæðið sem flestir deyja fljótt af.  Þá streyma flestir í gegnum ódýra frjálsa hagkerfi Íhaldsins. Þar sem menn geta jafnvel fengið hjarta og heilaaðgerðir á svörtum markaði. 
Þá er gott að lifa.