laugardagur, 19. júlí 2014

Svei: Siðblindur heimur

Sorglegt ástand í heiminum.  Flugvél full af saklausum farþegum á leið í sumarleyfi og vinnuna.   Skotin niður.  Margir fremstu sérfræðingar heimsins í alnæmisrannsóknum drepnir.  Niðri á
jörðunni eru karlhormónar í stríðsleik. Í umboði meistarans í Kreml.  Þar sem mannslíf eru einskis metin.  Svo er reynt að breiða yfir skömmina og glæpina.  


Í Palestínu heldur áfram þjóðarmorðið þeir sem einu sinni voru ofsóttir hafa gleymt öllu.  Fortíðin er safngripur sem nýtist ekki í veruleikanum.  Barnungir herermenn leika sér að sprengja í loft upp og skjóta börn á baðströnd. Drónar svífa yfir húsum til að hitta heita punkta þar eru mannverur.  Svo eru eldflaugar sendar. Það eru fáir ungir Ísraelsmenn sem neita að taka þátt.   Þeir vita að þeir þurfa aldrei að standa fyrir dómara með sóðaverk sín.  Þeir halda áfram stríðsleik í umboði valdamannsins í Hvíta húsinu.  Allir hafa rétt á að verja sig.  Þessir allir eru ekki Palestínumenn.  Þeir eru réttdræpir. 

Svei, siðblindur heimur.  Þar sem aldrei við lærum.  Ísjakarnir hrynja ofan í hafdjúpin, freðmýrarnar þiðna upp, jarðarsvæði stikna eða hyljast sjó.  Framtíð barnanna okkar er ekki björt.  Vísindaskáldsögurnar um fáranlegan heim og lífsaðstæður verða allt í einu sannar. 

Svei.