miðvikudagur, 20. júlí 2016

Einræðisherrann samstarfsmaður okkar

Það fór sem marga varði að Erdogan var vel búinn að taka öll völd.  Örvænting hefur hlaupið í andstæðnga hans þegar fréttist hvað var að fara að gerast.  Svo þeir brugðust við en of seint og of skipulagslaust. Því fór sem fór. Það var Erdogan sem átti fyrsta leikinn, leikflétturnar voru hans.

... PM Erdogan Compares Israeli Politician Ayelet Shaked to Adolf Hitlergegnir lykilhlutverki í baráttunni við ISIS voru handteknir, og bandaríksir embættismenn og herforingjar eru í umræðum við menn Erdogans um áframhald samvinnunnar.  NATO hefur áður gleypt svona eiturbita, einræðisríkin Portúgal og Grikkland voru vel séð þar svo líklega verður það ekki vandamál. Og eftir helgina eru allir listar tilbúnir, allt reiðubúið, í eitt skipti fyrir öll skal sýnt hver hefur völdin og ætlar að hafa þau, Erdogan er ríkið, og hann skirrist ekki við að líkja sér við Hitler! Þetta er bandamaður okkar í NATO , sem hefur viljað komast í Evrópusambandið.  Um leið er hann að margra mati ómissandi vegna legu landsins.  Æðstu yfirmenn herflugvallarins sem
Hér sjáið þið að neðan myndrænan lista hreinsananna í Dagens Nyheter.  Nær 60.000 manns.  

En það er ekki búið, nú er búið að kalla menntamenn og námsmenn erlendis heim.  Þeir geta hafa óhreinkast af erlendum hugsunum og áhrifum.  Hvenær sáum við svona aðgerðir, jú í Egyptalandi er ástandið líka svona en það hefur ekki farið hátt í fréttaflutningi á Vesturlöndum, enda náið samband Bandaríkjamanna og egypska hersins og herforingja.   

Foto: Jonas Backlund (Di)