Að segja upp 18 konum sem vinna við skúringar í ráðuneytum þarf hugrekki til og útsjónarsemi.
Ríkisstjórnin sýndi slíka gæfu.Eins og í mörgu öðru. Mér skilst að mótmælendur séu ekki að mótmæla. Mikið erum við heppin þjóð. Við elskun ríkisstjórnina okkur. Sýnum það með því að skilja að besta leiðin að afla fjár fyrir nýju Sjûkrahûsi sè að skattleggja ekki þá sem vaða í seðlum. Við viljum ekki að fólk lesi bækur, læri ekki á hljóðfæri, fái ekki skjótan og góðan bata af krankleikum sínum.
Þess vegna er góð leið að byrja á því að segja upp 18 konum í stjórnarráðum, að koma í veg fyrir að 180 tónlistarkennarar nenni að snúa aftur til vinnu í tónlistarskólana, að koma í veg fyrir að 18000 framhaldsskólanemendur geti stundað nám í framhalsskólum.
Meðan ég skrifa þessar fátæklegu línur horfi ég á myndir um þá ótrúlegu atburði fyrir 25 árum þegar fólk í landi í Evrópu fékk nóg og gekk yfir múra. Í þessum myndum kom orðið Bylting ansi oft fyrir, orð sem bara er notað við óvenjulegar aðstæður. Ég sé að margir nota orðið það orð á Íslandi. Lýðræðislegar samræður milli ríkisstjórnar og fólksins í landinu eru gagnslausar.Spurningin er þá hvað ber að gera. Er fólkið bara skríll sem ber að nota byssur gegn? Nýfengnar byssur frá vinaþjóð okkar?