fimmtudagur, 12. maí 2016

Bjarni og Davíð: Ranglæti heimsins og önnur stórtíðindi

Stuðningsmenn xD eru um margt skrítnir.  Þeim virðist vera alveg sama um spillingu.  Það er hugtak sem er aðeins fyrir aðra flokka. Formaður þeirra sem hefur verið staðinn að vafasömum gjörningum hvað eftir annað á huga þeirra allan enda fjallmyndarlegur karl og af réttum ættum.  

Það er alveg sama þótt slóð hans sé ekki glæsileg:
Vafningsmálið, samstarf við karla sem hafa verið dæmdir fyrir svik í fangelsi, Wernershyskið. Viðskipti  Sjóvá og Milestone.  Allt svo
heiðarlegt. 
Sala á eigin hlutabréfum rétt fyrir hrun. 
Aflandseyjamál og skrítnir viðskiptahættir í Dubai og fleiri stöðum í útlöndum. 

Þetta finnst stuðningsmönnum hans bara fínt.  Flokkurinn er á hraðri siglingu upp á við. 30 plúss prósent.  Er búinn að ná Pírötum.  Líklega eru þeir sem kjósa flokkinn með draum um auð og ríkidæmi.   Svo þeir fylgja þeim sem er að reyna, lætur flækja sig í ýmislegt, Eins og Bjarni.  Er tungulipur og í fallegum jakkafötum. 

Þeir virðast þó geta hugsað sér að yfirgefa fyrrverandi formann sinn á ögurstundu í forsetakosningu. Kannski er það þeim um megn að yfirgefa þá báða um leið, Bjarna og Davíð,  og forsetaembættið skiptir minna máli, Alþingiskosningar framundan í haust, það er um að gera að fylkja liði. Svo er ekki öll nótt úti enn.   

Davíð á oft ýmsa leiki á borðinu, eða ekki.  Lífið er stundum svo ranglátt.  Af hverju þurfa allir að muna allt um hann. Af hverju er hann ekki aldraður maður sem öllum þykir vænt um.  Hann sem samdi textann um húsið við Berþórugötu.  Fyndnasti maður á Íslandi. Vinur listamanna og rithöfunda. Hann sem var stjórnmálamaður aldarinnar. Hann sem reyndi að bjarga bönkunum.  Hann sem sagði sannleikann um Geir.  Og hataði Sollu?   

Og Sagan heldur áfram, Sigmundur með eitt heimsmetið í viðbót, birtir mestu upplýsingar um skattamál ever!  En engin skattaskýrsla fylgir.  Vigdís er miður sín og Gunnar Bragi er horfinn af sviðinu.  

Svona er stjórnmálalífið í Aflandi.   Algjört Veraldarmet. Það segir Sigmundur Davíð og pabbinn er alveg sammála.  Og hringir í Örn Karlsson.