fimmtudagur, 19. júní 2014

Fótbolti: Samba í rigningu.... allir með......

Ein skemmtilegasta riðlakeppni allra tíma heldur áfram að koma manni á óvart. 
Ástralíu tókst næstum því að kafsigla Holland.  En Hollendingarnir tóku þetta á reynslu og
útsjónarsemi. 
Svo var það spútniklið keppninnar Chile sem tóka heimsmeistarana í nefið, maður vorkenndi þeim oft.  
ið.  Gæti verið liðið sem nær alla leið.  Svo var það Króatía sem lék sér að Kamerún, var þetta ekki liðið sem kom í veg fyrir að við værum að leika í Brasilíu?   

Markasúpa þrátt fyrir góðar varnir, góð markvarsla,  ótrúlegar skyttur.  Við höldum áfram að fylgjast með þegar við fáum svona dásemdir dag eftir dag.  Svo rignir úti.  

Ég held áfram að dansa Sömbu fyrir framan sjónvarpið.  Hvað sem Egill gerir.  Ég er langtum flottari Sambadansari.  Árshátíðir Kúbuvinafélagsins skiluðuð ýmsu.