miðvikudagur, 5. apríl 2017

Opinber fjármál og Ólafur Ólafsson

Mér var hugsað til ótal þátta í fjármálastefnu ríkis og sveitafélagastarfsmanna þegar ég sá þessa grein í Stundinni  dag.

Þekktur stjórnmálahagfræðingur
segir fjármálareglur
Íslendinga fráleitar

Mark Blyth, prófessor í stjórnmálahagfræði og höfundur bókarinnar Austerity: The History of a Dangerous Idea, segir útgjaldareglu ríkisstjórnarinnar mjög óskynsamlega.

Það er nú svo með okkur leikmenn og áhugamenn um stjórnmál að við höfum ekki alltaf tíma til að grufla í öllu sem Alþingi fæst við. En eitthvað hafði ég þó heyrt um þetta og tengdi það umræðu í breskum fjölmiðlum að breska íhaldsstjórnin væri að koma löggjöf um opinber fjármál sem setti ákveðnar reglur um hallarekstur ríkisins sem myndi hindra að andstæðingar hennar gætu ekki breytt verulega stefnu íhaldsmanna kæmust þeir til valda. Samkvæmt grein Stundarinnar þá er:

Í lögum um opinber fjármál er kveðið á um að hallarekstur ríkisins megi ekki nema meira en 2,5 prósentum af vergri landsframleiðslu. Í ríkisfjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar eru tekjöflun ríkisins settar sérstakar skorður með stefnumiði um að frumtekjur hins opinbera megi ekki aukast umfram hagvöxt en sams konar reglu var að finna í fjármálaáætlun síðustu stjórnar. Í fjármálastefnu núverandi ríkisstjórnar er svo einnig að finna sérstakt útgjaldaþak; þá reglu að heildarútgjöld hins opinbera mega ekki nema meira en 41,5 prósentum af vergri landsframleiðslu næstu árin. 

Með þessu er verið að binda hendur næstu ríkisstjórna. Koma í veg fyrir og loka á róttækar breytingar flokka sem hafa ef til vill fengið mikinn meirihluta í kosningum. Allt út á að að það sem við eigum að óttast mest eru breytingar í samfélagi okkar. Var ekki þessi löggjöf notuð gegn VG í stjórnar viðræðum um daginn? 

Einhvern veginn kveikti þetta líka í mér í umræðunni um varnarleysi yfirvalda gegn fjárglæframönnum sem þau verða að lúffa gegn þegar þeir eru að stunda atvinnustarfsemi innan veggja fangelsis eða í hlekkjum. Er ekki eðlilegt að þeim sé bönnuð atvinnustarfsemi á meðan þeir sæta refsingu og að dómsvöld fylgi því eftir? Menn sem hafa látið milljarða fara í súginn valdið skaða tuga þúsunda manna. Eiga þeir að standa í rekstri fyrirtækja og byggja heil íbúðahverfi. Og glotta framan í okkur af því þeir eru með einkahlutafélög með aðra kennitölu?
Og opinberir aðilar verða að hneigja sig og beygja fyrir þeim? Eru lögfræðingar á réttri leið sem úrskurða um slíkt? Hafa þessir menn ekki brotið af sér um meðferð fjármála?

Erum við á réttri leið? 
,