miðvikudagur, 16. júlí 2014

SDG: Mesti spraðurbassi stjórnmálasögunnar

Það er ekki algengt að skrifstofublók í sendiráði setji ofan í forsætisráðherra en það gerði svokallaður talsmaður bandaríska sendiráðsins við Forsætisráðherra íslenska lýðveldisins.  Vegna glannalegra yfirlýsinga þessa æðsta pólitískt kosna valdamanns þjóðarinnar.  Sums staðar hefði það kostað milliríkjadeilu.  Þessi valdamaður okkar má ekki nú orðið opna kj...... án þess að rugla, það er ekki nóg að hafa 3 aðstoðarmenn, ég hélt að þeir væru til þess að vinna bakvinnuna fyrir ráðherrann svo að hann verði sér ekki til skammar oft í viku hverri.  Ætli hann sé ekki orðinn mesti spraðurbassi íslenskrar stjórnmálasögu?

Svo að vikið sé að öðru hvar er sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi? 
Paul Cunningham, talsmaður sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, er ósammála fullyrðingum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn.
Sigmundur sagði á miðstjórnarfundinum að 99 prósent þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum væri sterakjöt. "Þetta ætti nú varla að vekja athygli umfram það að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningum, leyfum ekki innflutning á svona kjöti vegna þessarar meðferðar," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svo í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag.
Cunningham mótmælir þessu. "Rannsóknir hafa sýnt, oftar en einu sinni, að bandarískt kjöt og unnar vörur eru öruggar," segir hann og bætir því við að Bandaríkjamenn ættu að geta selt Íslendingum kjötvörur. "Við hvetjum Íslendinga til þess að halda mörkuðum opnum fyrir vörur frá Bandaríkjunum," segir hann. Ummæli Cunninghams eru í samræmi við fullyrðingar Charlottu Oddsdóttur, dýralæknis hjá Matvælastofnun, sem sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það væri alls ekki bannað að flytja inn kjötvörur frá Bandaríkjunum til Evrópusambandsins. Miklar upplýsingar lægju fyrir um kjöt sem framleitt væri í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit þar í landi gott.
Bandaríska matvöruverslanakeðjan Costco, sem hefur lýst áhuga á að opna verslanir hér á landi, selur úrval af kjöti sem er að sögn Costco vottað af landbún
aðarráðuneytinu þar í landi. Í lýsingu á kjötinu eru gripirnir sem ræktaðir eru og síðan slátrað við kjötframleiðsluna sagðir vera lífrænt ræktaðir.
Eitt dæmið sem finna má á vef Costco er nautahryggur sem er af nauti sem er alið á grasi. Costco segir að nautið sé laust við hormóna eða önnur aukaefni. Hið sama er að segja um nautahakk sem Costco selur. Fyrirtækið selur líka nautarif frá kjötframleiðandanum Pat Lafrieda þar sem fullyrt er að öll sláturdýr séu alin án þess að notuð séu
vaxtarhormón. Dýrin séu alin mannúðlega. Þau lifi á grasi og heyi mesta ævina en fái korn undir það síðasta.
Þessar upplýsingar á vef Costco benda til þess að fyrirtækið eigi umtalsvert úrval af lífrænt ræktuðu kjöti til þess að flytja til Íslands, ákveði verslanakeðjan að hefja starfsemi hér á landi.