föstudagur, 1. janúar 2016

Forseti: Ólafur Ragnar kveður með stæl

Stóra frétt ársins, á fyrsta degi, Ólafur Ragnar Grímsson kveður með stæl, kveður okkur af hátindinum. Snuprar og gefur áminningar til hægri og vinstri.  Hér er hinn stóri víðsýni forseti sem metur ástandið í alþjóðlegu samhengi. Forsetinn sem getur metið hlutina í hnattrænu samhengi, enginn heimalningur eins og Forsætisráðherra og utanríkisráðherra voru í Áramótaskaupinu í heimsókninni til Brussel.  Þó gleymir hann sér öðru hverju er kominn í bullandi flokkapólitík enda værir Ísland öðru vísi hefði hann ekki verið á Bessastöðum.  Icesave, ESB, samskipti við Evrópuríki eða aðra heimshluta. Passar sig ekki að detta inn í sjálfshólið sem hefur einkennt ákveðna stjórnmálamenn og fjáraflamenn.  Sem hann og fleiri tóku þátt í og óðu blindir áfram í þekkingarleysi og hafa ekki enn beðið afsökunar.
   

 Þegar við ræðum stöðu okkar góða lands og gerum áætlanir um
framtíðina þá er áríðandi að leggja til grundvallar raunsætt mat, láta hvorki
óhóflega bjartsýni né sífellda neikvæðni villa okkur sýn.
umræður um ágæti Íslands og styrkleika þjóðarinnar, er áríðandi nú, þegarmestur vandinn er að baki, að við höldum til haga hinum góðu kostum,
skiljum hve gjöful framtíðin getur reynst landsmönnum öllum og sækjum
svo aukinn styrk í þá virðingu sem Íslendingar njóta víða um veröld,
virðingu sem birtist með margvíslegum hætti í tengslum viðloftslagsráðstefnuna í París þar sem árangur okkar á sviði orkunýtingarlagði grundvöll að myndun hins nýja Jarðhitabandalags fjölmargra ríkja;
og landgræðsla á svörtum söndum hér sunnan lands varð mörgum í
fjarlægum álfum hvatning til dáða.
 
Þótt erfiðleikar í kjölfar bankahrunsins, glíman við fjármálakreppuna
og andstreymið sem við mættum víða hafi á stundum nánast þaggað niður

Að bera saman ræður forseta og forsætisráðherra um áramótin sem hefur ekki þroska hins langreynda bragðarefs íslenskra stjórnmála.  Enda tekur forsetinn foringja ríkisstjórnarinnar á beinið fyrir einsýni í málefnum fátækra.

Það er svo sannarlega merkilegt að fáeinum árum eftir hið mikla
áfall, bankahrunið, skuli Íslendingar vera í kjörstöðu þegar litið er til
framtíðar; árangur sem mörgum ber að þakka, þáttaskil sem hvíla áákvörðunum sem ríkisstjórnir, Alþingi og þjóðin sjálf hafa tekið áumliðnum árum. Atvinnulífið er nú í miklum blóma, kjör launafólks hafa
batnað og fjármunir til heilbrigðismála, velferðar, menntunar og rannsókna
vaxa á ný.
Því ættum við öll að geta tekið höndum saman um að bæta enn frekar
hag aldraðra og öryrkja og að gera loksinsánar
gangskör að útrýmingu fátæktar
úr íslensku samfélagi, fátæktar sem er því miður enn smánar
blettur, en svo
nefndi ég þessa vanvirðu í fyrsta nýársávarpinu sem ég flutti ykkur úr
þessum sal.


Stjórnmálamaðurinn gægist fram með eindregnum skoðunum á málefnum sem hafa  sundrað þjóðinni um árabil.  Þetta er ekki forseti allrar þjóðarinnar sem talar hérna, bara sumra. 


Átökum við Evrópuríki í hinu svonefnda Icesave máli lauk með
fullnaðarsigri Íslendinga, bæði í krafti þjóðaratkvæðagreiðslna og
úrskurðar EFTA dómstóls.
Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, áformin um
grundvallarbreytingar á fullveldi Íslands, hafa verið lögð til hliðar og allir
flokkar á Alþingi heita því nú að aldrei verði aftur lagt í slíka vegferð
nema þjóðin heimili það fyrst í sérstakri atkvæðagreiðslu.
 


 Svo kom lokakaflinn, og spennan jókst, hvað kæmi um framhaldið hjá Ólafi, ætlaði hann að vera áfram eða ekki. Enn var sama loðmullan eins og var fyrir fjórum árum, þegar hann ætlaði að vera áfram og þó ekki, tvö eða fjögur.
Auðvitað á Ólafur marga harða stuðningsmenn, suma sem hafa staðið með honum gegnum þunnt og þykkt, aðra nýkomna í liðið. Suma sem sitja í fangelsi aðrir ekki.  Svo er þetta einstaka að hafa að miklu leyti skipt um lið, sem er einstakt í sögu forseta, líklega í heiminum. Sjálfstæðismenn sem hötuðu hann þar sem töluverður meirihluti styður hann með ráðum og dáð. Samfylkingarmenn sem fyrirlíta hann.  Þrátt fyrir það ætlar hann að hætta í nafni lýðræðisins! Úbbs, mesti bragðarefur íslenskrar stjórnmálasögu sem hefur kunnað að nota lýðræðið fyrir sig. Sér einum til hagsbóta. Oft á snilldarlegan hátt.

Sú margþætta óvissa sem fyrir fjórum árum leiddi til áskorana um að
ég gegndi áfram embætti forseta mótar því blessunarlega ekki lengur stöðu
okkar Íslendinga.
Því er niðurstaðan sem ég lýsti hér á nýársdag 2012 enn frekar í gildi
nú: „að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði
ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af
þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum.“
Margir hafa þó á undanförnum mánuðum í samræðum, meðorðsendingum eða bréfum höfðað til skyldu minnar og áréttað að enn ríkióvissa á ýmsum sviðum, einkum varðandi skipan Alþingis og ríkisvalds ákomandi árum.
Ég met mikils traustið sem allt það góða fólk sýnir mér en bið það og
landsmenn alla að íhuga vel lýsinguna á kjörstöðu Íslands sem ég hef í dag
gert að meginboðskap.
Í ljósi hennar og á grundvelli lýðræðisins sem er okkar aðalsmerkifinnast mér blasa við hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forseta á aðrarherðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs.
Nú er góður tími fyrir þjóðina að ganga með nýjum hætti til
ákvörðunar um forseta; sess Íslands og innviðir þjóðlífsins eru traustari en
um langan tíma.
 


 Svo ætlar hann að starfa áfram á skútunni okkar, hann hefur mótað sterk samtök Hringborð Norðurslóða sem er orðið afl að reikna með sem vettvang enda hampar hann því óspart og á hrós fyrir. Hann hefur tekið virkan þátt í umhverfismálum heimsins lengi.  En vonandi fer hann ekki að rugga skútunni með því að bregða fæti fyrir næsta forseta.  Oft var það erfitt fyrir Ólaf að hafa Vigdísi fyrrum forseta við hlið sér. Í augum margra var hún eini raunverulegi forsetinn. Það getur verið erfitt að byrja í þessu erfiða embætti með þá fyrrum stutt að baki sér. 

Þótt annar muni halda um forsetastýrið verð ég áfram reiðubúinn aðsinna verkum á þjóðarskútu okkar Íslendinga; er á engan hátt að hverfa frá
borði; verð ætíð fús að leggjast með öðrum á árar.

Á komandi árum mun ég með nýjum hætti geta sinnt samvinnu á
Norðurslóðum, treyst enn frekar sess Íslands sem miðstöðvar þeirrar
umræðu og styrkt Hringborð Norðurslóða sem árlegan vettvang þjóða
heims.
Kraftar mínir verða líka áfram helgaðir baráttunni gegn
loftslagsbreytingum og samstarfi við þjóðir nær og fjær um aukna nýtingu
hreinnar orku.
Frelsi frá daglegum önnum hér á staðnum mun einnig gefa mér meiri
tíma til að sinna vaxandi ákalli um myndun alþjóðlegrar samstöðu umverndun hafanna og sjálfbæra nýtingu auðlinda sjávar, verkefni
  sem öðlast
getur aukinn styrk í krafti reynslu og tækni sem við Íslendingar höfum að
miðla.
 


Já lesendur góðir, Ólafur Ragnar Grímsson er ekki horfinn af sviðinu, til þess er hann of fyrirferðarmikill persónuleiki, hann er engum líkur!!! Eða hvað? Ef til    vill fær hann hundrað þúsund undirskriftir, svo hann getur ekki hætt?  Hveir veit?