Konungar fornra ríkja höfðu þann sið að klæðast í tötra og læðast um á meðal þegna sinna. Þeir vildu vita hvernig fólkið í landinu talaði um stjórnendur og hirðina. Margar skemmtilegar sagnir eru til um ævintýri valdhafanna.
Nú hefur heyrst að ríkisstjórnin okkar hafi tekið upp þennan góða sið. Frést hefur af Ragnheiði Elínu, hinum alræmda iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún dulbjó sig sem
bandarískan túrista en hún áttaði sig ekki á því að hún er slík alla daga, í klæðnaði, hugsunum og háttum. Á ferð sinni um Gullna hringinn var henni sérstaklega hugleikið að rannsaka salernisaðstöðu viðkomandi staða, ferðafélagar hennar voru undrandi á sífelldu klósettrápi þessarar konu frá Utah með skrítna framburðinn, og konan sagði að aldrei hefði hún komið á betri og þrifalegri dobbelwc eins og á þessari leið, þetta var einstök upplifun fyrir hana og fjölskylduna alla.
Frést hefur líka að Forsætisráðherrann hafi farið um kjördæmi sitt og þóst vera Doktor í skipulagsfræðum hann tók út fjölmarga staði og skrifaði á rassvasamiða athugasemdir. Og sjá nokkrum dögum seinna komu peningasendingar í uppbyggingu hinna margvíslegustu minja og staða, vörður, torfbæir og Rögnvaldar- og Guðjónskirkjur áttu aftur sinn blómatíma.
Fjármálaráðherra hefur á ferðum sínum um Florida klæddur sundskýlu einum fata, komist að því að það er algjör óþarfi að hafa hátekjuskatt, slíkt tíðkist ekki í Júessei og allir séu ánægðir með það. Svo af hverju ættu hlutirnir að vera öðruvísi hjá okkur? Forsætisráðherrann tók alveg undir þetta, þeir voru ekki oft sammála en í þetta skiptið var það.
Svo lesandi góður ef einhver tekur þig tali á sumarleyfisferð þinni þá geturðu alveg búist við að þetta sé einhver af landsfeðrum okkar, ég hitti einn íturvaxinn Vestmnneying sem slysaðist inn á Alþingi og hann spurði mig svona prívat: How do jú læk Pútín? Ég veit ekki af hverju!
Nú hefur heyrst að ríkisstjórnin okkar hafi tekið upp þennan góða sið. Frést hefur af Ragnheiði Elínu, hinum alræmda iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún dulbjó sig sem
bandarískan túrista en hún áttaði sig ekki á því að hún er slík alla daga, í klæðnaði, hugsunum og háttum. Á ferð sinni um Gullna hringinn var henni sérstaklega hugleikið að rannsaka salernisaðstöðu viðkomandi staða, ferðafélagar hennar voru undrandi á sífelldu klósettrápi þessarar konu frá Utah með skrítna framburðinn, og konan sagði að aldrei hefði hún komið á betri og þrifalegri dobbelwc eins og á þessari leið, þetta var einstök upplifun fyrir hana og fjölskylduna alla.
Frést hefur líka að Forsætisráðherrann hafi farið um kjördæmi sitt og þóst vera Doktor í skipulagsfræðum hann tók út fjölmarga staði og skrifaði á rassvasamiða athugasemdir. Og sjá nokkrum dögum seinna komu peningasendingar í uppbyggingu hinna margvíslegustu minja og staða, vörður, torfbæir og Rögnvaldar- og Guðjónskirkjur áttu aftur sinn blómatíma.
Fjármálaráðherra hefur á ferðum sínum um Florida klæddur sundskýlu einum fata, komist að því að það er algjör óþarfi að hafa hátekjuskatt, slíkt tíðkist ekki í Júessei og allir séu ánægðir með það. Svo af hverju ættu hlutirnir að vera öðruvísi hjá okkur? Forsætisráðherrann tók alveg undir þetta, þeir voru ekki oft sammála en í þetta skiptið var það.
Svo lesandi góður ef einhver tekur þig tali á sumarleyfisferð þinni þá geturðu alveg búist við að þetta sé einhver af landsfeðrum okkar, ég hitti einn íturvaxinn Vestmnneying sem slysaðist inn á Alþingi og hann spurði mig svona prívat: How do jú læk Pútín? Ég veit ekki af hverju!