Eftir atburði seinustu daga, þá er það eitt víst, það er kominn tími á annan útvarpsstjóra. Enginn vafi á því.
Ég píndi mig til að horfa á Pál í Kastljósi. Og sagði svo, ég er einföld sála, nú er komið nóg.
Hann er sjálfum sér afar lítið samkvæmur, að sumu leyti sannaði hann sem Helgi Seljan hafði spurt hann um.
Hann talar um menningarhlutverk úvarpsins og leggur niður menninguna. Hann er hlýðinn durgur valdhafa sem útvarpsstjóri á aldrei að vera þótt hann segi annað. Allir sem hlusta á útvarp og skilja fjölbreyttan rekstur sem RÚV verður að vera, það er enginn annar sem veitir slíka þjónustu, sjá að það er komið nóg. Ef íhaldið velur harðan íhaldspótentáta þá verður stríð og barátta.
Við erum of mörg búin að fá upp í kok. Við viljum ekki bara rúst.