sunnudagur, 27. desember 2015

Pútín: Sjúkleg ást frá hægri og vinstri

Staksteinar elska Pútín, talsmaður NATO á Íslandi gagnrýnir það, Egill Helgason skrifar um það og bætir við upplýsingum.   Það er óhugnanlegt að fyrrverandi Forsætis og utanríkisráðherra skuli haga sér eins og kjáni í jafn mikilvægum utanríkismálum. Hann þjónar herrum sínum Stórútgerðaraðlinum á Íslandi.  Þá skal allt víkja. 

Pútín hélt sinn árlega blaðamannafund fyrir fjölmiðlafólk alls staðar að úr Rússlandi, það gerir hann einu sinni á ári!  Fundir sem eiga að vera allt að 3 klukkutímum en hafa farið upp í  5 tíma í nokkur skipti.  Þar lætur hann gamminn geisa sem honum er einum lagið.  Fær margar jákvæðar og smjaðurkenndar spurningar frá rússnesku fjölmiðlafólki en líka gagnrýnar. Fundurinn var stuttur í ár talað var um að hann væri ekki vel upplagður. 

Hvað sagði hann sem vakti óhug?

Forseti Knattspyrnusambandsins Sett Blatter sem allir heiðarlegir menn reyna að forðast,  ætti að fá
Friðarverðlaun Nóbels

Donald Trump er vitur og hæfileikaríkur maður.

Tyrkir hafa ákveðið að sleikja Ameríkana á ákveðnum stað.

Rússar hafa fólk með ákveðin verkefni á hernaðarsviðinu.
 Þetta hefur Pútín ekki viðurkennt áður.

Það er til fólk á Íslandi, til hægri og til vinstri, sem finnst Pútín standa sig vel, hann stendur í hárinu á Bandaríkjunum (sem bera mesta ábyrgð á heimsástandinu í dag), en það verða þeir að gera með því að þurrka út blóðidrifinn feril hans.  Þar sem stjórnmál og glæpastarfsemi tengjast órjúfanlegum böndum. Ættingjar og vinir fá að komast áfram, andstæðingum er rutt úr vegi, þeir lenda í fangelsi útlegð eða hverfa af yfirborði jarðar.  Það er allt í lagi bara af því hann lætur ESB hafa það óþvegið.  

 Þannig er siðferðiskennd margra því miður.