föstudagur, 6. júní 2014

Björt framtíð? Allt er betra en Íhaldið.

Spurningin er :  Er Björt Framtíð björt framtíð?  Ber hún nafnið með rentu?   Og vaxtavöxtum?  Ég veit það ekki, mér þótti svolítið bjart yfir flokknum til að byrja með öðru vísi nálgun á átökum stjórnmálanna. En líklega eru hveitibrauðsdagarnir liðnir.  Svona lýsti ég BF fyrr í vor:  

BF er í stíl og hugsunum ekkert svo frábrugðinn frjálslyndum vinstri mönnum í öðrum flokkum, í mínum augum er hann hentugur auglýsingastofuflokkur, myndarlegt fólk, miðaldra, 30-50 ára, svolítið töff, vilja vera jákvæð, ekki í þrasinu eins og gamla liðið, sem margir af þeim hafa að vísu
starfað með og eru vinir og kunningjar. Þó sýnist mér vera mikið af fólki sem hefur ekki komið nálægt pólitík áður.  En í Reykjavík er BF auðvitað arftaki Besta Flokksins svo þar er kominn þekkingarbanki.  Að ákveðnu leyti eru það Guðmundur Steingrímsson og Jón Gnarr sem hafa mótað stíl og áherslur BF (með góðri hjálp Dags E.!!) 

og fulltrúar flokkanna sem fengu ekki að vera með í Hafnarfirði eru 
sárir:  

Var þjóðstjórn bara „show“?


Þetta er málið, þetta er hættan á fleiri og fleiri flokkum.  Hverjir fá að vera með og hverjir ekki.  Og samkvæmt skilgreiningu BF eru þeir svo sjálfsagt fórnarlamb til aðláta xD spila með sig.  Lítil reynsla nema í Reykjavík.  Orð oddvita þeirra í Hafnarfirði um allir með, voru týpískur nýpólitískur frasi.  OG  xD beið á meðan fyrir utan hurðina.Með glott á vör, sigurglampa í augum.  Því þeir vilja ekki vera með í svona.  Hlutverk þeirra er að ríkja stjórna, útdeila gæðum til hinna útvöldu. Völda þeirra heita Peningar Aurar Hlutabréf Ágóði.   

Svo BF er leiksoppur xD, þeir geta ekki farið með hinum, hinir eru kaós.  Reykjavík var bara undantekning og heppni af því að Jón
Gnarr var á staðnum með marga vini sína sem höfðu starfað saman í listum.  Það verður svolítið skrýtið í næstu alþingiskosningum ef sama munstrið birtist.  xB og BF eru ljúfir fyrir xD að renna niður. Deila og drottna.  Þetta fólk hefur aldrei heyrt orðtakið:  Allt er betra en íhaldið.  Ó nei.