þriðjudagur, 8. október 2013

Landspítali: Er þetta hægt?

Þetta er ótrúlegt að upplifa þetta mánuð eftir mánuð.  Átakalausir og ráðþrota ráðherrar: 


Neyðarástand á Landspítalanum: "Tímaspursmál hvenær einhver deyr“

Öll myndgreiningartæki biluð á spítalanum


Hvernig væri að ríkisstjórnin meinti eitthvað með því sem hún skrifar á blað eða segir, sýnir að stjórnarsáttmáli er ekki bara þerriblað til að nota þið vitið hvar.   Og tekur aftur vonlausa hugmynd um skattalækkun miðstéttarinnar sem er svo lítil að hún skiptir engu máli fyrir einn eða neinn. Ákveður að láta 5 milljarðana í sjúkrahús landsins.   Til að kaupa græjur og sýna einhvern metnað í rekstri.  Það verður enginn minni maður af því að endurskoða ranga ákvörðun, skattalækkanir eiga stundum við en ekki nú.  Ef ekkert er gert þá fer öll tiltrú af liðinu í stjórnarráðinu.  Og heilbrigðisráðherrann heldur áfram að að vera eins og fáráður mánuð eftir mánuð. 

Sýnið djörfung. Ísland ögrum skorið!!!