mánudagur, 31. október 2016

Blár: litur þjóðarinnar???

Er blár litur þjóðarinnar ? 
Kemur eitthvað annað til greina?
Haustrauður, steinrauður, blaðgrænn, grasgrænn?
Eigum við nokkuð að vera að rembast?
Eigum við ekki að láta þau um þetta, fólkið með peningana, sjóðina, úteyjareikningana?
Fólkið sem á okkur. 
Er ekki framundan fimbulvetur þar sem skaflarnir hylja voðaverk peningaaflanna, ætli baráttan gegn hávaxtastefnu verði ekki þá gleymd?  
Ætli spillingin verði ekki horfin út í hafsauga niður fyrir sjóndeildarhringinn? 
Allt einsog vera ber? 
Á Blámannalandi. 












Myndir: Greinarhöfundur