mánudagur, 23. júní 2014

Hollendingar eru skemmtilegir og aðrar fótboltahugleiðingar......

Já, mér finnst Hollendingar ansi skemmtilegir.  Með neista og gleði í leik sínum.  Sem gefur knattspyrnunni þetta extra.  Hollendingarnir hafa það í dag, Sílemenn hafa verið góðir en þá vantar einn Robben á 38 kílómetra hraða.  Það var gott að Hollendingar og Brasilíumenn skyldu ekki lenda saman í 16 liða úrslitunum.  
Heimsmeistaramótið núna sýnir meiri breidd en áður hefur verið, nokkur fín lið í Suður og Mið Ameríku. 2-3 í Afríku það er helst Asía sem er útundan.  Evrópa hefur Holland, Frakkland, Ítalir gætu bæst við. Er ég að gleyma einhverju?  

Já, svona knattspyrna er mannbætandi það er ekki hægt að segja það sama um forystuna í FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu.  Skömm þeirra er mikil.  Svo er annað sem ég hef tekið eftir.  Maður hefur ekkert heyrt um mótmæli eða óeirðir í Brasilíu eftir að mótið byrjaði.  Ætli allir hafi snúið sér að boltanum eða eru fjölmiðlarnir í fréttabindindi um slíkt.  Kannski veit einhver um þetta þarna úti!!!!!! 
Maó formaður sagði Látum þúsund blóm blómstra það á við í knattspyrnunni í dag eða hvað?  Maó þótti samt skemmtilegra að synda.   Samanborið fræg afrek hans á því sviði.    

Dómstólar: Útgerðaralræðið búið að fá nóg.

Nú er ráðist á dómstólana, dómskerfið.  Það er ekki nógu hlýðið, dómarar eiga að dansa eftir pípu útgerðaralræðisins.  Að dómarar skuli taka mark á æðsta þrepi bankakerfisins íslenska!!  Þvílík firra þvílík flónska!!  Að taka mark á rökstuðningi Seðalbanka Íslands. Er það ólögmætur úrskurður ef um grun getur verið að ræða, um ólöglegt athæfi? Það eru nú ansi mörg dæmi um slíkt í okkar samfélagi.  Ætli það séu allt fljúgandi englar í  LÍÚ?  Þeir sem finnst sjálfsagt að stunda viðskipti í ESB þótt aðrir fái það ekki. Sem finnst sjálfsagt að stunda rányrkju við Afríkustrendur. Á ekki að fara í mál við Seðlabankann líka.  Minnsta kosti að skipta um Seðlabankastjóra, koma Trotskýistanum úr landi, skipta um áhöfn á Seðlabankaskútunni.  Já, lesandi góður, Útgerðaralræðið er búið að fá nóg.Kominn tími til að sýna tennurnar.   Því hver er það sem á Ísland? Ekki þú, lesandi minn góður.  
   

„Að mati kær­anda hef­ur hinn kærði héraðsdóm­ari með ætlaði refsi­verðri hátt­semi sinni brugðist mik­il­væg­um skyld­um sín­um og valdið ómæld­um skaða fyr­ir kær­anda sem og aðra aðila sem aðgerðir Seðlabank­ans beind­ust að. Um er að ræða mjög al­var­legt brot sem höfðu það í för með sér að kær­anda var gert að ósekjuað sæta þving­un­ar­ráðstöf­un­um á grund­velli ólög­mæts úr­sk­urðar,“ seg­ir m.a. í kær­unni. Þá áskil­ur kær­andi sér rétt til að koma fram með bóta­kröfu á síðari stig­um máls­ins.