mánudagur, 23. júní 2014

Hollendingar eru skemmtilegir og aðrar fótboltahugleiðingar......

Já, mér finnst Hollendingar ansi skemmtilegir.  Með neista og gleði í leik sínum.  Sem gefur knattspyrnunni þetta extra.  Hollendingarnir hafa það í dag, Sílemenn hafa verið góðir en þá vantar einn Robben á 38 kílómetra hraða.  Það var gott að Hollendingar og Brasilíumenn skyldu ekki lenda saman í 16 liða úrslitunum.  
Heimsmeistaramótið núna sýnir meiri breidd en áður hefur verið, nokkur fín lið í Suður og Mið Ameríku. 2-3 í Afríku það er helst Asía sem er útundan.  Evrópa hefur Holland, Frakkland, Ítalir gætu bæst við. Er ég að gleyma einhverju?  

Já, svona knattspyrna er mannbætandi það er ekki hægt að segja það sama um forystuna í FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu.  Skömm þeirra er mikil.  Svo er annað sem ég hef tekið eftir.  Maður hefur ekkert heyrt um mótmæli eða óeirðir í Brasilíu eftir að mótið byrjaði.  Ætli allir hafi snúið sér að boltanum eða eru fjölmiðlarnir í fréttabindindi um slíkt.  Kannski veit einhver um þetta þarna úti!!!!!! 
Maó formaður sagði Látum þúsund blóm blómstra það á við í knattspyrnunni í dag eða hvað?  Maó þótti samt skemmtilegra að synda.   Samanborið fræg afrek hans á því sviði.    

Engin ummæli:

Skrifa ummæli