mánudagur, 23. júní 2014

Dómstólar: Útgerðaralræðið búið að fá nóg.

Nú er ráðist á dómstólana, dómskerfið.  Það er ekki nógu hlýðið, dómarar eiga að dansa eftir pípu útgerðaralræðisins.  Að dómarar skuli taka mark á æðsta þrepi bankakerfisins íslenska!!  Þvílík firra þvílík flónska!!  Að taka mark á rökstuðningi Seðalbanka Íslands. Er það ólögmætur úrskurður ef um grun getur verið að ræða, um ólöglegt athæfi? Það eru nú ansi mörg dæmi um slíkt í okkar samfélagi.  Ætli það séu allt fljúgandi englar í  LÍÚ?  Þeir sem finnst sjálfsagt að stunda viðskipti í ESB þótt aðrir fái það ekki. Sem finnst sjálfsagt að stunda rányrkju við Afríkustrendur. Á ekki að fara í mál við Seðlabankann líka.  Minnsta kosti að skipta um Seðlabankastjóra, koma Trotskýistanum úr landi, skipta um áhöfn á Seðlabankaskútunni.  Já, lesandi góður, Útgerðaralræðið er búið að fá nóg.Kominn tími til að sýna tennurnar.   Því hver er það sem á Ísland? Ekki þú, lesandi minn góður.  
   

„Að mati kær­anda hef­ur hinn kærði héraðsdóm­ari með ætlaði refsi­verðri hátt­semi sinni brugðist mik­il­væg­um skyld­um sín­um og valdið ómæld­um skaða fyr­ir kær­anda sem og aðra aðila sem aðgerðir Seðlabank­ans beind­ust að. Um er að ræða mjög al­var­legt brot sem höfðu það í för með sér að kær­anda var gert að ósekjuað sæta þving­un­ar­ráðstöf­un­um á grund­velli ólög­mæts úr­sk­urðar,“ seg­ir m.a. í kær­unni. Þá áskil­ur kær­andi sér rétt til að koma fram með bóta­kröfu á síðari stig­um máls­ins.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli