sunnudagur, 22. júní 2014

Vinstri hægri: Ekki enn búin að vera.

Vinstri Hægri alltaf kemur upp umræða öðru hverju um hvað þetta séu úrelt fyrirbrigði 
En samt virðast þessi hugmyndahugtök eiga sér sterk ítök hjá
fólki.   En svo er spurningin hvað er átt við.  Alltaf verð ég hissa þegar maður heyrir valinkunna stjórnmálamenn nota orðmyndina kommúnisti árið 2014 yfir andstæðinga á vinstri vængnum. Einn smáflokkur gæti flokkast að einhverju leiti undir slíkt með þjóðnýtingarhugmyndir.  Svo líklega er nú betra að nota hnitmiðaðri orð í umræðu um stjórnmál eins og  Umhverfismál Alþjóðamál Jöfnuður nýtt orð hefur skotið upp kollinum Verndarhyggja í umræðunni um afstöðu til útlendinga og nýbúa.  

Athygli vekur samhljómur VG og Bjartrar framtíðar, ótrúleg íhaldssemi Framsóknar og rangtúlkun kjósenda xD á flokknum sínum. Þessi könnun virðist enn ekki höndla Pírata enda hafa þeir líklega mesta sérstöðu út frá afstöðu í einstökum málum ekki heildarhyggju.  

Svo þessi gömlu hugtök eru ekki úr sögunni..... eða hvað???    

Nýj­ustu niður­stöður úr viðamik­illi ís­lenskri kosn­ing­a­rann­sókn, sem staðið hef­ur frá ár­inu 1983, voru kynnt­ar fyr­ir flokkráðsfundi Vinstri grænna af Huldu Þóris­dótt­ur, lektor í stjórn­mála­fræði, í dag.
Eitt af því sem spurt var að við gerð rann­sókn­ar­inn­ar var hvar þát­tak­andi staðsetti sig á pó­lí­tísk­um ás frá vinstri til hægri. „Það að af­ger­andi meiri­hluti þát­tak­anda get­ur staðsett sig á ásn­um sýn­ir að hann hef­ur enn ein­hverja merk­ingu,“ sagði Hulda.
Formaður Vinstri Grænna, Katrín Jak­obs­dótt­ir, sem tók til máls á fund­in­um, sagði að sú orðræða sem væri orðin lenska í ís­lenskri pó­lí­tík að hægri og vinstri væru „dauð“ hug­tök hagnaðist fyrst og fremst hægri öfl­un­um. „Hver kann­ast ekki við hinn ópó­lí­tíska sjálf­stæðismann?“ spurði Katrín.

Fjór­ir mál­efna­flokk­ar

Í könn­un­inni voru mál­efni sem höfðu áhrif á af­stöðu kjós­enda í gróf­um drátt­um flokkuð í fernt: Alþjóðamál, þar sem afstaða til ESB réði miklu, um­hverf­is­mál, þar sem afstaða til orku­frekr­ar stóriðju var meðal þess sem tekið var fyr­ir, efna­hags­leg­an jöfnuð, þar sem afstaða til hlut­verks rík­is­ins í að auka tekju­jöfnuð var tekið fyr­ir og það sem Hulda kallaði „vernd­ar­hyggju“, en þar var meðal ann­ars afstaða til inn­flytj­enda og vaxt­ar og viðgangs höfuðborg­ar­inn­ar í mik­il­væg­um sessi.
Meðal þess sem niður­stöðurn­ar sýndu var að mál­efni í flokki efna­hags­legs jöfnuðar voru mik­il­væg­ust kjós­end­um VG, en um­hverf­is­mál réðu mestu um af­stöðu kjós­enda bæði VG og Bjartr­ar framtíðar. 
Í flokki alþjóðahyggju voru það kjós­end­ur Sam­fylk­ing­ar og Bjartr­ar framtíðar sem tóku sterk­asta af­stöðu sem fylgj­andi, en áhrifa­mesti þátt­ur­inn fyr­ir kjós­end­ur Fram­sókn­ar var andstaða við mál­efn­in í þess­um flokki.
Að vera fylgj­andi mál­efn­um svo­kallaðrar „vernd­ar­hyggju“ var einnig áber­andi hjá kjós­end­um Fram­sókn­ar en andstaða við þann mál­efna­flokk var áber­andi hjá Sam­fylk­ing­unni.
Þá sýndu niður­stöðurn­ar líka að kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins væru þeir kjós­end­ur sem höfðu hvað ólík­asta sýn á eig­in staðsetn­ingu á pó­lí­tísk­um ás og staðsetn­ingu flokks­ins. Þannig standa al­mennt mun fleiri kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins en annarra flokka í þeirri trú að afstaða flokks þeirra sé fjær pó­lí­tískri miðju en þeirra eig­in sann­fær­ing.  (mbl.is)




Engin ummæli:

Skrifa ummæli