sunnudagur, 17. nóvember 2013

X-D: Þar sem karlarnir ríkja og konurnar fá að vera með

Einu sinni átti Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík eins og lýst er snilldarlega í bók Guðna T. Jóhannessonar um Gunnar Thoroddsen.
 Ég er svo „heppinn" að hafa upplifað þessa tíma.  Í götunni hjá mér var hverfadeild beint á móti íbúð foreldra minna handan við götuna.  Þar var líf og fjör seinustu dagana fyrir kosningar, auðvitað átti að kjósa Gunnar Thoroddsen, faðir minn, sem var krati, kaus meira að segja hann og tók þátt í áróðursstarfinu.  Að tryggja að allir mættu á kjörstað og stuðningsmannaskráin var efalaust mjög góð. Svo fékk maður líka æðislega góðar smurbrauðsneiðar, þær fékk maður ekki daglega þá.   Í Bústaðahverfinu voru öruggglega flestir sem höfðu fengið íbúð út á kunningsskap eða stuðning við fulltrúa xD í  
kosningum.   

Nú er öldin önnur.  Aðeins fjórðungur flokksmanna sér ástæðu að mæta á prófkjörsstað í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík.  Ótrúlega fáir taka þátt.  En eitt breytist aldrei,  það eru karlarnir sem eiga að ríkja, ef þeir virðast ekki nógu hæfir, er leitað út fyrir bæjarmörkin.  Það hljóta að vera einhverjir áhrifamenn sem lýsa yfir stuðningi.  Auðvitað á bak við tjöldin.  Svo kominn er nýr oddviti, ekki með mikinn kjörþokka, en maður sem hefur fetað sig fram á við. Notið trausts víða. 

Svo enn er ekki tími kvennanna.  Þær verða að taka það sem flokksmennirnir úthluta þeim eða láta sig hverfa.  Þær sem bjóða sig fram núna hafa ekki sömu tiltrú og Hanna Birna hafði hjá flokknum sem var undantekningin.  Enda fetaði hún sig betur upp valdastigann  innan flokksins.  Þar til hún varð Borgarstjóri.  Svo vildi hún sjálfsögðu vera þar sem meiri möguleiki var á völdum, hefur líklega séð að xD myndi ekki ríkja fljótlega aftur í Reykjavík.  Svo húnn skellti sér í þingmann.  Og varð ráðherra.  Þar lætur hún íhaldssöm sjónarmið sín ríkja, frestar ekki nauðungarsölum, furðar sig á mannréttindum, að kirkjan fái ekki að ríkja ein, að kirkjan þurfi ekki að draga saman á krepputímum. Ráðherra sem hefur fulla trú á Útlendingastofnun og Ríkislögreglu þegar þæar stofanir fara fram með heift gegn varnarlausu fólki, þessi lýsing úr Dv.is er ekki falleg: 

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður tveggja manna sem handteknir voru í aðgerðinni lýsti sögu annars skjólstæðings síns svona, í samtali við DV á dögunum: „Hann var handtekinn á nærbuxunum og handjárnaður niður í gólf þar sem hann var látinn liggja í klukkutíma. Á meðan hann lá þarna var öskrað á hann og fleiri: „Hver á þessa tölvu og hvaða skór eru þetta? Stalstu þessum skóm auminginn þinn?“ Eftir það var hann leiddur á nærbuxunum út í bíl og geymdur í fangaklefa í sex klukkutíma án þess að fá að tala við lögmann eða túlk eða nokkurn einasta mann.“ Helga Vala hafði ekki ennþá fengið neinar haldbærar útskýringar fyrir handtökunni þegar DV hafði samband við hana fimm vikum eftir atburðinn, og það þrátt fyrir að hafa ítrekað beðið um upplýsingar frá lögreglunni. 

Já, svona er Ísland í dag, í boði innaríkisráðherra.  Allt eins og vera ber í ríki íhaldsins. 


Svo við erum ánægð, við hin,  að flokkurinn sýni sitt rétta andlit.  Þar sem karlarnir ríkja og konurnar fá að vera með. Og ef konur fá völd þá verða þær að vera sannar karlkonur.