Frétt vikunnar er eflaust Umræðan um Landspítalann. Skelegg frammistaða starfsfólks í fjölmiðlum. Fjöldi fólks sem vinnur við óviðunandi aðstæður. Er orðið örmagna að búa við úrelt tæki og lyf.
Yfir þessu kerfi voma stjórnmálamenn og ráðherrar sem telja sitt hlutverk vera að gæta hagsmuna auðmanna landsins. Stöðugt er hamrað á úreltum kenningum um lága skatta fjármálaelítunnar, því er það bannorð að nefna byggingu nýs Landspítala eða gera nokkuð róttækt til að bæta aðstöðu sjúklinga og starfsfólks. Sem hefði í för með sér kröfur um eðlilegar og sanngjarnar álögur.
Dapurlegt var að horfa á Heilbrigðisráðherrann á sjónvarpsskjá um, einhvern veginn úr öllum tengslum við veruleikann. Hann ræðir við lykilstarfsmenn heinbrigðiskerfisins án þess að hlusta. Kemur ofan af fjöllum þegar talað er um uppsagnir. Hjá honum er mikilvægast að sitja uppi í turninum í hægðum sínum og stjórna varðsetu um úrelt hjóm auðvaldsins og tryggja hag flokksins.