Það er sorglegt að sjá endalok vonarstjörnu íhaldsins. Ábyrgð hennar er mikil gagnvart samstarfsfólki sínu. Við verðum að átta okkur á að það er ekki allt leyfilegt í stjórnmálum. Það er dapurlegt að horfa á ungt fólk festast í þessari gildru siðleysis og ljúka starfsferli sínum þar.
Og þó ætli siðferðið sé á svo háu plani að menn þurfi að taka afleiðingum gjörða sinna. Kannski er útsýnið úr valda-turninum lítið eða ekkert og þoka hylur sýn til manna byggða.
Myndir: höfundur