föstudagur, 2. janúar 2015

Forsetinn og við hin: Engin gagnrýni hér........

Nýtt ár, ný sjónarmið, gamlir meistarar og nýir, öfl landseigenda og kvótagreifa . 

Engin gagnrýni er boðskapurinn, íhaldsöflin hranna sér saman, guðfaðirinn, skírnarbarnið, presturinn við skírnarfontinn. Nei, maður á bara að vera jákvæður, ég er jákvæður, eins og út í þennan mann, hvaða banki lánar þessum manni fé endalaust?   Eru það einhverjir masókista bankastjórar?   

Vonandi fær hann Fálkaorðu fyrir gott uppbyggingarstarf í sjávarútvegi. Er það ekki eðlilegt í þessu Vetrarlandslagi hugmynda- og stjórnmálaspillingar.
 

Því eins og forseti vor segir:

Gagn­rýn­in umræða er vissu­lega for­senda þess að lýðræðið virki en vit­und­in um sam­eig­in­leg­an ár­ang­ur er líka kjöl­festa sem ger­ir þjóðum kleift að vinna sigra, halda sínu í hringiðu breyt­ing­anna, sækja fram til bættra kjara.Um leið og við þróum áfram þá lýðræðis­hefð sem á djúp­ar ræt­ur í ís­lenskri sögu, ger­um aðhald og gagn­sæi að grund­velli stjórn­kerf­is, er nauðsyn­legt að gleðjast líka yfir ár­angr­in­um sem kyn­slóðirn­ar og við sjálf höf­um náð.
Þjóð get­ur aldrei þrif­ist á gagn­rýn­inni einni sam­an, þótt læra þurfi af mis­tök­um. Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verk­um, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hef­ur tek­ist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð.





Við gagnrýnum ekki góða frammistöðu Jakobs Valgeirs, einhvers staðar sá ég að hann tæki þátt í byggingu stórhýsinsins á Skúlagötu sem eyðileggur útsýnið til norðurs niður Frakkastíginn.  Við gleðjumst yfir góðu gengi hans.  Við fögnum líka að forstjóri Sjóvár er laus allra mála, forstjórinn sem skrifaði undir skjöl án þess að vita hvað hann skrifaði undir.  Það er engin gagnrýni hér.  Ég skil ekki að mbl.is birti svona grein eins og þessa:

21 millj­arða gjaldþrot hjá Jakobi

Frá Bolungarvíkurhöfn. Félagið hélt utan um útgerð Jakobs Valgeirs Flosasonar og Flosa Valgeirs Jakobssonar í ... stækka Frá Bol­ung­ar­vík­ur­höfn. Fé­lagið hélt utan um út­gerð Jak­obs Val­geirs Flosa­son­ar og Flosa Val­geirs Jak­obs­son­ar í Bol­ung­ar­vík. Af vef Bæj­ar­ins besta
Rúm­um 21 millj­arði króna var lýst í þrota­bú eign­ar­halds­fé­lags­ins S44., sem áður hér JV ehf. Fé­lagið hélt utan um út­gerð feðganna Jak­obs Val­geirs Flosa­son­ar og Flosa Val­geirs Jak­obs­son­ar.
Fé­lagið var úr­sk­urðað gjaldþrota í sept­em­ber 2012 en hætti rekstri í janú­ar 2009 og voru bæði skip og afla­heim­ild­ir seld­ar úr fé­lag­inu yfir í annað fé­lag í eigu Jak­obs Val­geirs.
Alls feng­ust greidd­ar um 97 millj­ón­ir króna upp í kröf­ur við skipt­in sem var lokið þann 17. nóv­em­ber sl. Þetta kem­ur fram í Lög­birt­ing­ar­blaðinu í dag.

31,8 millj­arða skuld­bind­ing­ar

Jakob Val­geir teng­ist nokkr­um mál­um sem urðu til í kjöl­far banka­hruns­ins en sam­kvæmt Rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is námu áhættu­skuld­bind­ing­ar Jak­obs Val­geirs ehf. og tengdra fé­laga um 31,8 millj­arði króna í októ­ber 2008.
Jakob Val­geir var þá meðal ann­ars eig­andi og stjórn­ar­formaður fé­lags­ins Stím, sem Glitn­ir lánaði 19,6 millj­arða króna til kaupa á hluta­bréf­um bank­ans. Sér­stak­ur sak­sókn­ari hef­ur haft mál­efni fé­lags­ins til rann­sókn­ar frá ár­inu 2009 en í fe­brú­ar voru Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, Jó­hann­es Bald­urs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hjá Glitni, og Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Saga Capital, ákærðir vegna hlut­deild­ar sinn­ar í mál­inu. 
Skipt­um á Stím ehf. var lokið í sept­em­ber 2013 og feng­ust greidd­ar 15,2 millj­ón­ir upp í 24 millj­arða kröf­ur. Þá átti Jakob Val­geir einnig fé­lagið Ofjarl ehf. en skipt­um á því var lokið í nóv­em­ber á síðasta ári þar sem um 40 millj­ón­ir feng­ust greidd­ar upp í 2 millj­arða króna kröf­ur.  (Leturbreyting mín) mbl. is 29.12.2014