Arnaldur er okkar maður, við gleðjumst með sigrum hans. Nú eru það spænsk verðlaun fyrir ótútgefna bók. Og hann sigrar. Við ljómum, við glitrum af gleði. Bókin heitir Skuggasund , mbl.is ýsir söguþráæðinum: „Skuggasund gerist í stríðinu. Árið 1944 finnst stúlka kyrkt á bak við Þjóðleikhúsið sem þá var birgðastöð fyrir herinn. Sagan gerist síðan í samtímanum þar sem lögreglumaður sem kominn er á eftirlaun kannast við þetta gamla mál og byrjar að garfa í því þar sem það virðist aldrei hafa verið leyst.“
Það verður gaman að lesa bókina. Allar bækur hans hafa ekki verið góðar, en margar. Heilsteiptur stíll, persónur sem maður lærir að meta. Sem lifa með manni.
Mýrin var góð á filmu, ég hef séð hana á íslensku, þýskur og frönsku. Döbbingin á þýsku var mjög góð. Samt er Ingvar ekki minn Erlendur, maður býr sér til ímynd af persónunni, og Ingvar er ekki hún hjá mér. Samt er hann góður. Enn er enginn sem hefur leikið Wallander minn Wallander. Svona starfar hugurinn.
Arnaldur er líka eini höfundur okkar sem er víðfrægur. Maður sér það í Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, alls staðar er hann áberandi. Við gleðjumst með okkar manni. Við lesum hann, hann hefur tekið við Alistair Mc Lean sem ótrúlegur fjöldið las á jólanóttina fyrir nokkrum áratugum. Það er gott að hafa svona höfund til að halda forlagi gangandi.
Svo er hann svo íslenskur, genin hans eru mynduð úr mold, grjóti og grasi. Svo auðvitað elskum við hann öll . Ef einhver segir eitthvað annað þá er hann að ljúga.
Ég er viss um að Sigmundur Davíð og Vigdís Hauks hafa stafla af bókum hans á náttborðinu.