föstudagur, 4. desember 2015

Ísland og Danmörk: Þjóðaratkvæðagreiðslur og sérstaða

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku, sýnir okkur margt um það sem hefur verið að gerast hér í Evrópumálum.  Það er stór gjá milli stjórnmálaelítunnar og meðaljónsins.  Fólk er hrætt við heimsvæðinguna og afleiðingar hennar, það er spurning um samkeppni um vinnu og þróun velferðarkerfisins til hins verrra.  Þetta er ekkert nýtt í Danmörku, þjóðaratkvæðagreiðslur um þróun ESB hafa unnist með litlum mun. Ef þær hafa unnist. 


Sigurvegarar eru þá flokkarnir lengst til hægri og vinstri. Danski Þjóðarflokkurinn og Einingarlistinn. 

Ástandið hjá okkur er flóknara, ákveðin tækifærismennska er algengari  og meira ríkjandi hjá okkur.  Sjálfstæðisflokkurinn notaði tækifærið undir þumalfingri Davíðs að breyta stefnu flokksins, sama gerðist innan Framsóknarflokksins.  Sem hefur það í för með sér að Stjórnmálaelítan er langtum klofnari hér.  Það hefur haft í för með sér að þjóðernisstefnan sem var alltaf mun sterkari á vinstri kantinum hefur færst yfir til hægri.  Framsóknarflokkurinn tekur hlutverk öfgaflokkannna úti á Norðurlöndum.  Svo höfum við fengið nýtt stórt stjórnmálaafla Píratana sem er ansi ólíkur nýjum flokkum á Norðurlöndum. 

Síðan er Forsetinn hjá okkur sérkapítuli, sem hefur síðan komið inn í spilið.  Leikur einleik upp allan völlinn og tekst oft að skora.  Snúningur kjósenda hans sýnir það vel.  Það hefði þótt skrýtið í mínu ungdæmi  að hægri öflin í landinu hefðu náð bandalagi með honum, karlinum sem þeir hötuðu.  Hann hefur farið langt útfyrir verksvið sitt og túlkar stjórnarskrána á allt
annan hátt en hann gerði sem stjórnmálafræðiprófessor.  Virðist ætla að sitja á Bessastöðum til æviloka!!

Svo það er auðséð að af þessum samanburði að það þarf mikið að gerast til að við verðum komin í faðm Evrópusambandsin á næstu árum. 

Þeir sem hafa áhuga á stjórnmálum og hafa ekki lesið greinar Svans Kristjánssonar í Skírni ættu að gera það sem fyrst, sérstaklega greinina frá því núna í haust.  Hérna að neðan vísa ég í Information hið ágæta danska dagblað, frá því í dag 4. desember.



»Menigmand, der er udsat for konkurrence på grund af fri bevægelighed, har en mere skeptisk holdning til EU. Han kan simpelthen ikke se formålet med skridtet og er måske endda helt modstander, fordi han er bange for indvandring,« siger han.


»Grundmodellen i den her skepsis er en bekymring for globalisering og tabet af den klassiske socialdemokratiske skandinaviske velfærdsstat. Den mindre privilegerede del af befolkningen har med bekymring set velfærdsstaten ændre ansigt og karakter siden de gode gamle ærkesocialdemokratiske landsfædre.«

Danskerne er ellers som udgangspunkt tilhængere af det europæiske samarbejde. Et flertal går stadig ind for medlemskabet, men vi bryder os ikke om dybere integration, når det eksempelvis handler om velfærd.